Heimir Hallgríms einn af tíu HM-þjálfurum sem mættu til Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 13:00 Heimir Hallgrímsson sést meðal fulltrúa hinna 32 HM-þjóðanna í vinnustofunni í Sotsjí. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er einn af tíu aðalþjálfurum þjóðanna á HM í sumar sem mættu í sérstaka HM vinnustofu sem fór fram í Sotsjí undanfarna tvo daga. 250 aðilar úr starfsliði þjóðanna 32 mættu til Sotsjí en þetta var síðasta tækifæri þeirra til að fá að skygnast bak við tjöldin í skipulagi heimsmeistarakeppninnar. Allar þátttökuþjóðir sendu sína fulltúa en aðeins níu aðrir aðalþjálfarar voru á staðnum. Aðeins 5 af 32 þjóðum voru með í Álfukeppninni í fyrrasumar, Þýskaland, Portúgal, Ástralía, Mexíkó og Rússar, og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hinar þjóðirnar að kynna sér aðstæður.World Cup 2018 workshop in Sochi, Russia. Coaches, asst. coaches, tech. directors. pic.twitter.com/FwgpLlW8kS — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 28, 2018 Til Sotsjí voru mættir þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, læknar, tækniráðgjafar, fjölmiðlafulltrúar, liðsstjórar, öryggisverðir, fararstjórar og markaðsfulltrúar eða allir sem mögulega koma að veru liðanna á HM í sumar. Heimir var ekki einn í för því með honum voru líka aðstoðarþjálfari hans Helgi Kolviðsson og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svo einhver séu nefnd. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot frá vinnustofunni og þar má sjá Heimi og aðra fulltrúa Íslands.It's all beginning to feel real now! #WorldCup Here's the best from the Team Workshop in Sochi! pic.twitter.com/XlflWqI7Ji — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 28, 2018 Heimir og félagar fengu þarna tækifæri til að skoða aðstæður í búðum íslenska landsliðsins á HM í sumar. Íslenska landsliðið mun vera með höfuðstöðvar sínar í borginni Gelendzhik á milli leikja á HM en hún er ekki langt norður af Sotsjí. Nokkrar HM-hetjur voru meðal gesta í vinnustofunni en þar má nefna Jorge Burruchaga, sem tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn 1986 og Spánverjinn Fernando Hierro. Báðir eru þeir í störfum á vegum sinna knattspyrnusambanda. Heimir er ekki í fyrstu ferðinni sinni til Rússlands á síðustu mánuðum því hann mætti einnig á HM-dráttinn í Mosvku í desember. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er einn af tíu aðalþjálfurum þjóðanna á HM í sumar sem mættu í sérstaka HM vinnustofu sem fór fram í Sotsjí undanfarna tvo daga. 250 aðilar úr starfsliði þjóðanna 32 mættu til Sotsjí en þetta var síðasta tækifæri þeirra til að fá að skygnast bak við tjöldin í skipulagi heimsmeistarakeppninnar. Allar þátttökuþjóðir sendu sína fulltúa en aðeins níu aðrir aðalþjálfarar voru á staðnum. Aðeins 5 af 32 þjóðum voru með í Álfukeppninni í fyrrasumar, Þýskaland, Portúgal, Ástralía, Mexíkó og Rússar, og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hinar þjóðirnar að kynna sér aðstæður.World Cup 2018 workshop in Sochi, Russia. Coaches, asst. coaches, tech. directors. pic.twitter.com/FwgpLlW8kS — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 28, 2018 Til Sotsjí voru mættir þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, læknar, tækniráðgjafar, fjölmiðlafulltrúar, liðsstjórar, öryggisverðir, fararstjórar og markaðsfulltrúar eða allir sem mögulega koma að veru liðanna á HM í sumar. Heimir var ekki einn í för því með honum voru líka aðstoðarþjálfari hans Helgi Kolviðsson og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ svo einhver séu nefnd. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndbrot frá vinnustofunni og þar má sjá Heimi og aðra fulltrúa Íslands.It's all beginning to feel real now! #WorldCup Here's the best from the Team Workshop in Sochi! pic.twitter.com/XlflWqI7Ji — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) February 28, 2018 Heimir og félagar fengu þarna tækifæri til að skoða aðstæður í búðum íslenska landsliðsins á HM í sumar. Íslenska landsliðið mun vera með höfuðstöðvar sínar í borginni Gelendzhik á milli leikja á HM en hún er ekki langt norður af Sotsjí. Nokkrar HM-hetjur voru meðal gesta í vinnustofunni en þar má nefna Jorge Burruchaga, sem tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn 1986 og Spánverjinn Fernando Hierro. Báðir eru þeir í störfum á vegum sinna knattspyrnusambanda. Heimir er ekki í fyrstu ferðinni sinni til Rússlands á síðustu mánuðum því hann mætti einnig á HM-dráttinn í Mosvku í desember.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira