Kettir með kaffinu og hundar í Strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira