Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:39 Sigurður Egill Lárusson í baráttunni við Davíð Örn Atlason í leik Vals og Víkings síðasta sumar. Ólafur Jóhannesson þjálfar Íslandsmeistara Vals. vísir/andri marinó Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Þar sagði Ólafur að hann telji úrslit leiks Víkings R. og Völsungs í 1. deild árið 2013 hafa verið fyrirfram ákveðin, en Víkingur vann leikinn 16-0 og komst því upp í efstu deild á markatölu. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Víkingur hefði kvartað yfir ummælunum til KSÍ. Þá segir í yfirlýsingunni að Víkingar skori á Ólaf að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum.Yfirlýsing Knattspyrnufélagsins Víkings til fjölmiðla, vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, knattspyrnuþjálfara Vals í útvarpsviðtali á Fótbolti.net í dag. Af gefnu tilefni vegna alvarlegra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í útvarpsviðtali, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013 vill Knattspyrnufélagið Víkingur taka eftirfarandi fram: Umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja, sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir. Virðast ummælin sett fram í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á ímynd félaganna og það starf sem þar er unnið, skaða félögin og orðspor þeirra, með því að saka þau um óheiðarleika fullkomlega að ósekju. Knattspyrnufélagið Víkingur áréttar að aðdróttanir af þessum toga kunna að varða þann sem hefur þær uppi ábyrgð að lögum, en spjótum sínum beinir Ólafur Jóhannesson, með ummælum sínum að félögunum sjálfum, þeim sem þar starfa, stjórnarmönnum og leikmönnum. Verður ekki við það unað, enda með öllu óásættanlegt. Forsvarsmenn íþróttafélaga, þ.m.t. þjálfarar, einkum og sér í lagi þeir sem teljast í framvarðarsveit knattspyrnuhreyfingarinnar, verða í hvívetna að gæta orða sinna, á vettvangi knattspyrnunnar líkt og annarsstaðar, og gæta þess eins og allir aðrir að veitast ekki að öðrum íþróttafélögum og þeim sem þar starfa, með ásökunum sem engan rétt eiga á sér. Knattspyrnufélagið Víkingur gerir ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson sjái að sér og skorar á hann að biðjast afsökunar opinberlega vegna ummælanna, svo sem minnstir eftirmálar verði af þeim eða skaði. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ákveðið að vísa ummælum þessum til stjórnar KSÍ og aganefndar og gerir ráð fyrir að brugðist verði við þeim með viðhlítandi hætti innan knattspyrnusambandsins. Umrædd yfirlýsing óskast birt í fjölmiðlum. Knattspyrnufélagið Víkingur Björn Einarsson Formaður Aðalstjórnar Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Þar sagði Ólafur að hann telji úrslit leiks Víkings R. og Völsungs í 1. deild árið 2013 hafa verið fyrirfram ákveðin, en Víkingur vann leikinn 16-0 og komst því upp í efstu deild á markatölu. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Víkingur hefði kvartað yfir ummælunum til KSÍ. Þá segir í yfirlýsingunni að Víkingar skori á Ólaf að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum.Yfirlýsing Knattspyrnufélagsins Víkings til fjölmiðla, vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, knattspyrnuþjálfara Vals í útvarpsviðtali á Fótbolti.net í dag. Af gefnu tilefni vegna alvarlegra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í útvarpsviðtali, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013 vill Knattspyrnufélagið Víkingur taka eftirfarandi fram: Umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja, sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir. Virðast ummælin sett fram í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á ímynd félaganna og það starf sem þar er unnið, skaða félögin og orðspor þeirra, með því að saka þau um óheiðarleika fullkomlega að ósekju. Knattspyrnufélagið Víkingur áréttar að aðdróttanir af þessum toga kunna að varða þann sem hefur þær uppi ábyrgð að lögum, en spjótum sínum beinir Ólafur Jóhannesson, með ummælum sínum að félögunum sjálfum, þeim sem þar starfa, stjórnarmönnum og leikmönnum. Verður ekki við það unað, enda með öllu óásættanlegt. Forsvarsmenn íþróttafélaga, þ.m.t. þjálfarar, einkum og sér í lagi þeir sem teljast í framvarðarsveit knattspyrnuhreyfingarinnar, verða í hvívetna að gæta orða sinna, á vettvangi knattspyrnunnar líkt og annarsstaðar, og gæta þess eins og allir aðrir að veitast ekki að öðrum íþróttafélögum og þeim sem þar starfa, með ásökunum sem engan rétt eiga á sér. Knattspyrnufélagið Víkingur gerir ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson sjái að sér og skorar á hann að biðjast afsökunar opinberlega vegna ummælanna, svo sem minnstir eftirmálar verði af þeim eða skaði. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ákveðið að vísa ummælum þessum til stjórnar KSÍ og aganefndar og gerir ráð fyrir að brugðist verði við þeim með viðhlítandi hætti innan knattspyrnusambandsins. Umrædd yfirlýsing óskast birt í fjölmiðlum. Knattspyrnufélagið Víkingur Björn Einarsson Formaður Aðalstjórnar
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15