NBA: Philadelphia 76ers sýndi LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 07:30 Það getur verið erfitt að stoppa Joel Embiid. Vísir/Getty Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Philadelphia 76ers er eitt mest spennandi lið NBA-deildarinnar í körfubolta og í nótt vann liðið loksins sigur á Cleveland Cavaliers en það lið hafði síðustu ár verið mikil grýla fyrir 76ers menn. Los Angeles Lakers er líka ungt lið sem er að gera góða hluti þessa dagana. Það vakti athygli á dögunum þegar fyrirtæki frá Philadelphia settu upp stór auglýsingaskilti í Cleveland þar sem LeBron James var kvattur til að semja við Philadelphia 76ers í sumar. Menn þar á bæ vildu sjá kónginn koma með reynslu og sigurhugarfar í þennan ungan og spennandi hóp leikmanna hjá Philadelphia 76ers. Philadelphia 76ers liðið sýndi síðan LeBron James í nótt að þar er framtíðin björt með því að vinna 108-97 sigur á Cleveland Cavaliers og það í Cleveland. 76ers liðið var búið að tapa ellefu leikjum í röð á móti Cleveland og þetta var því langþráður sigur.J.J. Redick skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers og Joel Embiid var með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Ben Simmons var með 18 stig og Dario Saric skoraði 16 stig þar af risastóran þrist í lokin. Ben Simmons hefur oft verið borinn saman við LeBron James en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar auk stiganna sinna átján. Simmons var fyrir leikinn valinn besti nýliðinn í febrúar. LeBron James gerði sitt með 30 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en það var ekki nóg. Cleveland náði reyndar að minnka þrettán stiga forskot niður í eitt stig í lokaleikhlutanum en Cleveland liðið komst aldrei yfir og gestirnir lönduðu sigrinum. Philadelphia 76ers liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. „Ég er stoltur af þessum sigri. Þú hefur alltaf gert eitthvað gott þegar þú vinnur lið með LeBron James innanborðs. Þristurinn hans Saric réði úrslitunum,“ sagði Brett Brown, þjálfari Philadelphia 76ers.Isaiah Thomas átti sinn besta leik til þessa með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 29 stig stig í sannfærandi 131-113 sigri á Miami Heat. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram bætti við 19 stigum. Lakers-menn skutu Miami liðið bara í kaf með því að hitta úr 59 prósent skota sinna og setja niður 6 af 29 þriggja stiga skotum. Miami Heat hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik á tímabilinu og þetta var fyrsti sigur Lakers í Miami síðan í febrúar 2008 eða í einn áratug. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami Heat með 25 stig en Slóveninn Goran Dragic skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 108-99 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 116-111 (100-100) Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 97-108 Miami Heat - Los Angeles Lakers 113-131
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira