Skipuð landlæknir fyrst kvenna Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 16:03 Alma Dagbjört Möller. Vísir/GVA Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Ölmu Dagbjörtu Möller nýjan landlækni frá 1. apríl næstkomandi, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Alma verður fyrst kvenna til að gegna þessu embætti hér á landi. Umsækjendur um stöðuna voru sex og var Alma önnur tveggja sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta. Alma er með sérfræðiviðurkenningu og doktorsgráðu í svæfinga- og gjörgæslulækningum, meistarapróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu og sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun. Hún hefur frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala háskólasjúkrahúss og um árabil var hún yfirlæknir á gjörgæsludeildum Landspítalans í Fossvogi og við Hringbraut. Á árunum 1999 – 2002 starfaði Alma við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og gegndi þar stjórnunarstörfum á svæfingadeildum, auk þess að starfa sem sérfræðingur á gjörgæsludeild barna við sjúkrahúsið. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Alma mjög vel skilyrði starfsins um læknisfræðimenntun, þekkingu á sviði lýðheilsu, kröfum um víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar í heilbrigðisþjónustu og reynslu af rekstri og stefnumótun. „Ferill hennar ber vitni um metnað, leiðtogahæfileika, leikni í mannlegum samskiptum og færni í að koma sýn og stefnu í framkvæmd, oft við flóknar aðstæður,“ segir í mati nefndarinnar. Þar segir einnig að Alma sé reynslumikill og farsæll stjórnandi með góða innsýn og reynslu af rekstri. Hún leggi mikla áherslu á gæða- og öryggismál og noti hugmyndafræði gæðastjórnunar í störfum sínum. Yfirsýn og þekking hennar á heilbrigðiskerfinu sé afar góð og hún hafi skýra og metnaðarfulla sýn á hlutverk og þróun Embættis landlæknis. Skipað er í embætti landlæknis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu að fengnu mati hæfnisnefndar sem starfar á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu. Skipunartíminn er fimm ár. Landlæknir skal hafa sérmenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Heilbrigðismál Vistaskipti Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Ölmu Dagbjörtu Möller nýjan landlækni frá 1. apríl næstkomandi, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Alma verður fyrst kvenna til að gegna þessu embætti hér á landi. Umsækjendur um stöðuna voru sex og var Alma önnur tveggja sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta. Alma er með sérfræðiviðurkenningu og doktorsgráðu í svæfinga- og gjörgæslulækningum, meistarapróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu og sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun. Hún hefur frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala háskólasjúkrahúss og um árabil var hún yfirlæknir á gjörgæsludeildum Landspítalans í Fossvogi og við Hringbraut. Á árunum 1999 – 2002 starfaði Alma við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð og gegndi þar stjórnunarstörfum á svæfingadeildum, auk þess að starfa sem sérfræðingur á gjörgæsludeild barna við sjúkrahúsið. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Alma mjög vel skilyrði starfsins um læknisfræðimenntun, þekkingu á sviði lýðheilsu, kröfum um víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar í heilbrigðisþjónustu og reynslu af rekstri og stefnumótun. „Ferill hennar ber vitni um metnað, leiðtogahæfileika, leikni í mannlegum samskiptum og færni í að koma sýn og stefnu í framkvæmd, oft við flóknar aðstæður,“ segir í mati nefndarinnar. Þar segir einnig að Alma sé reynslumikill og farsæll stjórnandi með góða innsýn og reynslu af rekstri. Hún leggi mikla áherslu á gæða- og öryggismál og noti hugmyndafræði gæðastjórnunar í störfum sínum. Yfirsýn og þekking hennar á heilbrigðiskerfinu sé afar góð og hún hafi skýra og metnaðarfulla sýn á hlutverk og þróun Embættis landlæknis. Skipað er í embætti landlæknis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu að fengnu mati hæfnisnefndar sem starfar á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu. Skipunartíminn er fimm ár. Landlæknir skal hafa sérmenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar.
Heilbrigðismál Vistaskipti Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira