Egypskar eyjar endanlega framseldar Sádi-Aröbum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Eyjarnar Tiran og Sanafir eru í mikilvægri siglingaleið. Vísir/epa Hæstiréttur Egyptalands hefur staðfest að eyjarnar Tiran og Sanafir séu innan lögsögu Sádi-Arabíu en ekki Egyptalands. Lægra settir dómar landsins höfðu komist að sinni niðurstöðunni hvor. Árið 2016, á meðan Salman Bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, var í opinberri heimsókn í Egyptalandi, var tilkynnt um yfirfærsluna á landsvæðinu. Við skoðun á landhelgis- og lögsögumálum ríkjanna kom í ljós að eyjarnar tvær ættu í raun að tilheyra Sádi-Aröbum. Samtímis var tilkynnt að Sádi-Arabar hygðust fjárfesta fyrir milljarða dollara í Egyptalandi og að Egyptum stæði til boða lán á hagstæðum kjörum. Andstæðingar gjörningsins töldu að samkomulagið væri í andstöðu við stjórnarskrá landsins en þar stendur meðal annars að óheimilt sé með öllu að selja egypskt landsvæði til annarra ríkja. Egypska þingið ræddi málið síðasta sumar og staðfesti samkomulagið. Hæstiréttur landsins taldi að eins og málum væri háttað þá stæðist málið stjórnarskrá og það væri þingsins að veita því samþykki eða synjun. Eyjarnar tvær, sem eru óbyggðar, eru norðarlega í Rauðahafi við mynni Aqaba-flóa. Þær liggja í siglingaleið sem er afar mikilvæg bæði Jórdönum og Ísraelum. Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Hæstiréttur Egyptalands hefur staðfest að eyjarnar Tiran og Sanafir séu innan lögsögu Sádi-Arabíu en ekki Egyptalands. Lægra settir dómar landsins höfðu komist að sinni niðurstöðunni hvor. Árið 2016, á meðan Salman Bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, var í opinberri heimsókn í Egyptalandi, var tilkynnt um yfirfærsluna á landsvæðinu. Við skoðun á landhelgis- og lögsögumálum ríkjanna kom í ljós að eyjarnar tvær ættu í raun að tilheyra Sádi-Aröbum. Samtímis var tilkynnt að Sádi-Arabar hygðust fjárfesta fyrir milljarða dollara í Egyptalandi og að Egyptum stæði til boða lán á hagstæðum kjörum. Andstæðingar gjörningsins töldu að samkomulagið væri í andstöðu við stjórnarskrá landsins en þar stendur meðal annars að óheimilt sé með öllu að selja egypskt landsvæði til annarra ríkja. Egypska þingið ræddi málið síðasta sumar og staðfesti samkomulagið. Hæstiréttur landsins taldi að eins og málum væri háttað þá stæðist málið stjórnarskrá og það væri þingsins að veita því samþykki eða synjun. Eyjarnar tvær, sem eru óbyggðar, eru norðarlega í Rauðahafi við mynni Aqaba-flóa. Þær liggja í siglingaleið sem er afar mikilvæg bæði Jórdönum og Ísraelum.
Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira