Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 16:11 Rússneskir hermenn fylgjast með vörubíl með neyðargögnum í Damaskus. Vísir/AFP Bílalest með neyðargögn komst inn á svæði uppreisnarmanna í austurhluta Ghouta í Sýrlandi í dag þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir þar. Þetta eru fyrstu neyðargögnin sem berast til svæðisins í fleiri vikur. Alls eru 46 bílar í lestinni og flytja þeir matvæli og önnur neyðargögn til 27.500 manns á svæðinu, þrátt fyrir að fregnir hafi borist að enn sé verið að varpa sprengjum þar. Þrátt fyrir heit Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, um fimm klukkustunda dagleg vopnahlé og ákall öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um mánaðarlangt vopnahlé hefur bílalestin ekki komist af stað fyrr en nú.Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmanni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að embættismenn sýrlenskra stjórnvalda hafi lagt hald á um 70% neyðargagnanna áður en bílalestin lagði af stað. Ríkisstjórnin reyni með því að koma í veg fyrir að uppreisnarmennirnir fái aðhlynningu. Fjórtán manns féllu í loftárásum stjórnarhersins í nótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna hafa fallið í herför stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnunum í Austur-Ghouta síðustu vikur. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 400.000 óbreyttir borgarar séu fastir á svæðinu og að matvæli og sjúkrarvörur séu orðnar af skornum skammti. Bandaríkjastjórn hefur fordæmt árásir stjórnarhersins og rússneskra stjórnvalda og sakar þau um að drepa óbreytta borgara. Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Bílalest með neyðargögn komst inn á svæði uppreisnarmanna í austurhluta Ghouta í Sýrlandi í dag þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir þar. Þetta eru fyrstu neyðargögnin sem berast til svæðisins í fleiri vikur. Alls eru 46 bílar í lestinni og flytja þeir matvæli og önnur neyðargögn til 27.500 manns á svæðinu, þrátt fyrir að fregnir hafi borist að enn sé verið að varpa sprengjum þar. Þrátt fyrir heit Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, um fimm klukkustunda dagleg vopnahlé og ákall öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um mánaðarlangt vopnahlé hefur bílalestin ekki komist af stað fyrr en nú.Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmanni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að embættismenn sýrlenskra stjórnvalda hafi lagt hald á um 70% neyðargagnanna áður en bílalestin lagði af stað. Ríkisstjórnin reyni með því að koma í veg fyrir að uppreisnarmennirnir fái aðhlynningu. Fjórtán manns féllu í loftárásum stjórnarhersins í nótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna hafa fallið í herför stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnunum í Austur-Ghouta síðustu vikur. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 400.000 óbreyttir borgarar séu fastir á svæðinu og að matvæli og sjúkrarvörur séu orðnar af skornum skammti. Bandaríkjastjórn hefur fordæmt árásir stjórnarhersins og rússneskra stjórnvalda og sakar þau um að drepa óbreytta borgara.
Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49
Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30