Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 23:24 Almennir borgarar í Austur-Ghouta sjást hér í kringum bílalest Sameinuðu þjóðanna sem kom inn á svæðið með neyðargögn í dag. vísir/ap Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. Að því er fram kemur í frétt BBC átti eftir að tæma um 10 bíla af meira en 40 trukkum sem fóru inn á svæðið með hjálpargögn á borð við mat og lyf. Aðgerðasinnar segja að tugir manns hafi látist í sprengjuárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag þrátt fyrir vopnahlé sem standa átti í fimm tíma sem Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur lofað að skuli vera daglega. Sameinuðu þjóðirnar segja að þær hafi farið með eins mikið af neyðargögnum inn á svæðið og þær gátu en íbúar Austur-Ghouta búi við hræðilegt ástand. Að minnsta 719 manns hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers síðustu vikur en svæðið er á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni sagði við fréttamenn Reuters að sýrlenskir embættismenn hefðu tekið um 70 prósent af sjúkravörum úr bílalestinni áður en hún fór inn til Austur-Ghouta þar sem sýrlensk stjórnvöld vilja ekki að uppreisnarmenn fái læknisþjónustu. Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær. Þar sagði hann að stríðið gegn hryðjuverkum ætti að halda áfram og sagði að fréttaflutningur af hræðilegu ástandi í Austur-Ghouta sem almennir líða fyrir væru fáránleg lygi. Assad kvaðst styðja daglegu vopnahléin til þess að meirihluti þeirra sem eru í Austur-Ghouta gætu þá flúið hryðjuverkamennina, eins og forsetinn kallar uppreisnarmennina. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásir Sýrlandshers og segja að Rússar, helstu bandamenn Assad og hans manna, hafi myrt saklausa borgara. Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. Að því er fram kemur í frétt BBC átti eftir að tæma um 10 bíla af meira en 40 trukkum sem fóru inn á svæðið með hjálpargögn á borð við mat og lyf. Aðgerðasinnar segja að tugir manns hafi látist í sprengjuárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag þrátt fyrir vopnahlé sem standa átti í fimm tíma sem Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur lofað að skuli vera daglega. Sameinuðu þjóðirnar segja að þær hafi farið með eins mikið af neyðargögnum inn á svæðið og þær gátu en íbúar Austur-Ghouta búi við hræðilegt ástand. Að minnsta 719 manns hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers síðustu vikur en svæðið er á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni sagði við fréttamenn Reuters að sýrlenskir embættismenn hefðu tekið um 70 prósent af sjúkravörum úr bílalestinni áður en hún fór inn til Austur-Ghouta þar sem sýrlensk stjórnvöld vilja ekki að uppreisnarmenn fái læknisþjónustu. Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær. Þar sagði hann að stríðið gegn hryðjuverkum ætti að halda áfram og sagði að fréttaflutningur af hræðilegu ástandi í Austur-Ghouta sem almennir líða fyrir væru fáránleg lygi. Assad kvaðst styðja daglegu vopnahléin til þess að meirihluti þeirra sem eru í Austur-Ghouta gætu þá flúið hryðjuverkamennina, eins og forsetinn kallar uppreisnarmennina. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásir Sýrlandshers og segja að Rússar, helstu bandamenn Assad og hans manna, hafi myrt saklausa borgara.
Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11