Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 6. mars 2018 14:50 Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum í Sýrlandi. Vísir/EPA Utanríkisráðuneytið kannar orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Upplýsingar um andlát Íslendingsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er Íslendingurinn sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi 24. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldumeðlimir mannsins heyrðu sömuleiðis af andláti mannsins í dag og þá í gegnum samfélagsmiðla. Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda og á hann að hafa gengið til liðs við þá sumarið 2017. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Njóta Tyrkir liðsinnis uppreisnarmanna í héraðinu en YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum og notið liðsinnis vopnaðra sveita Sýrlandsstjórnar. Fjöldi vesturlandabúa hefur gengið til liðs við Kúrda í Sýrlandi. Vitað er um menn frá Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Samkvæmt umfjöllun France24 byrjuðu erlendir menn að ganga til liðs við YPG árið 2013. Greinendur telja að um 100 til 400 Vesturlandabúar berjist með YPG. YPG hefur barist gegn Íslamska ríkinu gegn Sýrlandi og mun Íslendingurinn sem sagður er hafa fallið einnig hafa tekið þátt í orrustunni um Raqqa, sem var nokkurs konar höfuðborg ISIS.Liðþjálfi hjá YPG Samkvæmt orðrómunum sem um ræðir mun Íslendingurinn hafa verið liðþjálfi og tveir félagar hans hafi fallið með honum í stórskotaárás á víglínu í norðvesturhluta Afrinhéraðs. Á Facebooksíðu herdeildar erlendra meðlima YPG segir að Íslendingurinn hafi reynt að ganga til liðs við YPG þegar baráttan um Manbij stóð yfir. Það hafi hins vegar ekki gengið upp og að hann hafi gengið til liðs við samtökin seinna og þá í gegnum samtök anarkista sem að mestu innihalda Grikkja. Herdeildin segir hann hafa öðlast virðingu félagar sinna í orrustunni um Raqqa. Þegar sókn Tyrkja í Afrinhérað hófst lýsti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því yfir að aðgerðir hersins myndu einungis taka nokkra daga. Sókn Tyrkja hefur þó ekki gengið vel. Nú eru um tveir mánuðir liðnir og hafa YPG látið eftir hægt og rólega. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, eða SDF, lýstu því yfir í dag að dregið yrði úr aðgerðum gegn leifum Íslamska ríkisins við landamæri Sýrlands og Írak, þar sem fjöldi sýrlenskra Kúrda væri á leið til Afrinhéraðs.Fréttin var síðast uppfærð 16:40. Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Upplýsingar um andlát Íslendingsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er Íslendingurinn sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi 24. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldumeðlimir mannsins heyrðu sömuleiðis af andláti mannsins í dag og þá í gegnum samfélagsmiðla. Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda og á hann að hafa gengið til liðs við þá sumarið 2017. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Njóta Tyrkir liðsinnis uppreisnarmanna í héraðinu en YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum og notið liðsinnis vopnaðra sveita Sýrlandsstjórnar. Fjöldi vesturlandabúa hefur gengið til liðs við Kúrda í Sýrlandi. Vitað er um menn frá Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Samkvæmt umfjöllun France24 byrjuðu erlendir menn að ganga til liðs við YPG árið 2013. Greinendur telja að um 100 til 400 Vesturlandabúar berjist með YPG. YPG hefur barist gegn Íslamska ríkinu gegn Sýrlandi og mun Íslendingurinn sem sagður er hafa fallið einnig hafa tekið þátt í orrustunni um Raqqa, sem var nokkurs konar höfuðborg ISIS.Liðþjálfi hjá YPG Samkvæmt orðrómunum sem um ræðir mun Íslendingurinn hafa verið liðþjálfi og tveir félagar hans hafi fallið með honum í stórskotaárás á víglínu í norðvesturhluta Afrinhéraðs. Á Facebooksíðu herdeildar erlendra meðlima YPG segir að Íslendingurinn hafi reynt að ganga til liðs við YPG þegar baráttan um Manbij stóð yfir. Það hafi hins vegar ekki gengið upp og að hann hafi gengið til liðs við samtökin seinna og þá í gegnum samtök anarkista sem að mestu innihalda Grikkja. Herdeildin segir hann hafa öðlast virðingu félagar sinna í orrustunni um Raqqa. Þegar sókn Tyrkja í Afrinhérað hófst lýsti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því yfir að aðgerðir hersins myndu einungis taka nokkra daga. Sókn Tyrkja hefur þó ekki gengið vel. Nú eru um tveir mánuðir liðnir og hafa YPG látið eftir hægt og rólega. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, eða SDF, lýstu því yfir í dag að dregið yrði úr aðgerðum gegn leifum Íslamska ríkisins við landamæri Sýrlands og Írak, þar sem fjöldi sýrlenskra Kúrda væri á leið til Afrinhéraðs.Fréttin var síðast uppfærð 16:40.
Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00