Jóhann Jóhannsson tónskáld verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á föstudag. Jóhann lést í Berlín þann 9. febrúar, 48 ára að aldri.
Jóhann átti glæstan tónlistarferil að baki en hann vakti heimsathygli fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina The Theory of Everything. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd.
Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni Jóhanns en tilgangur hans er að styrkja ung tónskáld til náms og verkefna.
