„Lógó“ NBA-deildarinnar ekki lengur einn af þeim tuttugu stigahæstu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 17:00 Carmelo Anthony. Vísir/Getty Carmelo Anthony henti í nótt Jerry West út af listanum yfir tuttugu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony skoraði þá 23 stig fyrir Oklahoma City Thunder í tapleik á móti Houston Rockets. Carmelo Anthony er þar með kominn með 25210 stig á NBA-ferlinum eða átján stigum meira en Jerry West (25,192). Það kemur Melo upp í 20. sætið. Carmelo Anthony kom inn í deildina árið 2003 og hefur skorað stigin sín fyrir Denver Nuggets, New York Knicks og síðan Oklahoma City Thunder á þessu tímabili. Anthony hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í 1037 leikjum.Carmelo Anthony (23 points Tuesday) has 25,210 in his career, passing Jerry West (25,192) for 20th place on #NBA career scoring list. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2018 Jerry West lék allan sinn fjórtán ára feril í NBA-deildinni með liði Los Angeles Lakers en hann lék sinn síðasta leik í deildinni árið 1974. West skoraði 27,0 stig í leik á ferlinum en hann var 20,3 stig í leik á síðasta tímabilinu sínu þegar hann var 36 ára gamall. West var andlit deildarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum enda frábær leikmaður sem var það góður á lokakafla leikjanna að hann fékk gælunafnið „Mr. Clutch“ frá blaðamönnuum. Þegar lógó NBA-deildarinnar var hannað fór það ekkert á milli mála að mynd af Jerry West með boltann var fyrirmyndin. NBA-deildin hefur aldrei viðurkennt það formlega en Alan Siegel, hönnuður merkisins, hefur staðfest það. Merkið var hannað árið 1969 en það ár var Jerry West fyrsti og eini leikmaðurinn sem var valinn bestur í lokaúrslitunum þrátt fyrir að vera í tapliðinu. Þegar West lagði skóna á hilluna árið 1974 þá var hann þriðji stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi á eftir þeim Wilt Chamberlain og Oscar Robertson. Síðan þá hafa átján leikmenn komist upp fyrir hann á listanum. NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Carmelo Anthony henti í nótt Jerry West út af listanum yfir tuttugu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony skoraði þá 23 stig fyrir Oklahoma City Thunder í tapleik á móti Houston Rockets. Carmelo Anthony er þar með kominn með 25210 stig á NBA-ferlinum eða átján stigum meira en Jerry West (25,192). Það kemur Melo upp í 20. sætið. Carmelo Anthony kom inn í deildina árið 2003 og hefur skorað stigin sín fyrir Denver Nuggets, New York Knicks og síðan Oklahoma City Thunder á þessu tímabili. Anthony hefur skorað 24,3 stig að meðaltali í 1037 leikjum.Carmelo Anthony (23 points Tuesday) has 25,210 in his career, passing Jerry West (25,192) for 20th place on #NBA career scoring list. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2018 Jerry West lék allan sinn fjórtán ára feril í NBA-deildinni með liði Los Angeles Lakers en hann lék sinn síðasta leik í deildinni árið 1974. West skoraði 27,0 stig í leik á ferlinum en hann var 20,3 stig í leik á síðasta tímabilinu sínu þegar hann var 36 ára gamall. West var andlit deildarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum enda frábær leikmaður sem var það góður á lokakafla leikjanna að hann fékk gælunafnið „Mr. Clutch“ frá blaðamönnuum. Þegar lógó NBA-deildarinnar var hannað fór það ekkert á milli mála að mynd af Jerry West með boltann var fyrirmyndin. NBA-deildin hefur aldrei viðurkennt það formlega en Alan Siegel, hönnuður merkisins, hefur staðfest það. Merkið var hannað árið 1969 en það ár var Jerry West fyrsti og eini leikmaðurinn sem var valinn bestur í lokaúrslitunum þrátt fyrir að vera í tapliðinu. Þegar West lagði skóna á hilluna árið 1974 þá var hann þriðji stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi á eftir þeim Wilt Chamberlain og Oscar Robertson. Síðan þá hafa átján leikmenn komist upp fyrir hann á listanum.
NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum