Koma með einkaskilaboð frá Kim til Bandaríkjastjórnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/afp Sendinefnd suðurkóreskra erindreka mun koma einkaskilaboðum frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til Bandaríkjastjórnar þegar sendinefndin ferðast til höfuðborgarinnar Washington síðar í vikunni. Kim afhenti erindrekunum skilaboðin á fundi þeirra í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang en óljóst er hvort erindrekarnir fundi með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sjálfum. „Við getum ekki sagt fjölmiðlum frá öllu en við fengum upplýsingar um ýmsar skoðanir og viðhorf Norður-Kóreumanna sem við munum upplýsa Bandaríkjamenn um í heimsókn okkar,“ sagði Chung Eui-yong erindreki við suðurkóreska miðilinn Yonhap. Á fundinum í Pjongjang sagðist Kim reiðubúinn að styðja afvopnun á Kóreuskaga gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Trump sagði á samskiptamiðlinum Twitter að mögulega væri árangur að nást í því að losa um spennuna á Kóreuskaga í fyrsta skipti í mörg ár. Hins vegar gæti verið um falsvonir að ræða. „En Bandaríkin eru tilbúin að beita sér af hörku, hvernig sem fer.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að þótt viss árangur væri nú að nást yrði ekki slakað á viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu áður en leiðtogar ríkjanna funda á landamærunum í apríl. „Miðað við það sem ég sé á Twitter virðist Trump jákvæður eftir heimsóknina. En þar sem þetta er bara upphafið held ég að það sé ótímabært að vera bjartsýnn,“ sagði Monn Jae-in í gær. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Sendinefnd suðurkóreskra erindreka mun koma einkaskilaboðum frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til Bandaríkjastjórnar þegar sendinefndin ferðast til höfuðborgarinnar Washington síðar í vikunni. Kim afhenti erindrekunum skilaboðin á fundi þeirra í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang en óljóst er hvort erindrekarnir fundi með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sjálfum. „Við getum ekki sagt fjölmiðlum frá öllu en við fengum upplýsingar um ýmsar skoðanir og viðhorf Norður-Kóreumanna sem við munum upplýsa Bandaríkjamenn um í heimsókn okkar,“ sagði Chung Eui-yong erindreki við suðurkóreska miðilinn Yonhap. Á fundinum í Pjongjang sagðist Kim reiðubúinn að styðja afvopnun á Kóreuskaga gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Trump sagði á samskiptamiðlinum Twitter að mögulega væri árangur að nást í því að losa um spennuna á Kóreuskaga í fyrsta skipti í mörg ár. Hins vegar gæti verið um falsvonir að ræða. „En Bandaríkin eru tilbúin að beita sér af hörku, hvernig sem fer.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að þótt viss árangur væri nú að nást yrði ekki slakað á viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu áður en leiðtogar ríkjanna funda á landamærunum í apríl. „Miðað við það sem ég sé á Twitter virðist Trump jákvæður eftir heimsóknina. En þar sem þetta er bara upphafið held ég að það sé ótímabært að vera bjartsýnn,“ sagði Monn Jae-in í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03
Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00