Gefur út nýja plötu eftir 12 ára hlé Guðný Hrönn skrifar 8. mars 2018 06:00 Hildur Vala er að senda frá sér nýja plötu sem ber heitið Geimvísindi. Vísirr/vilhelm Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira