Við getum betur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Til að reka öflugt heilbrigðiskerfi þarf ekki bara að auka fjármagnið sem í það fer. Forgangsverkefni er að mynda heildstæða stefnu í heilbrigðismálum sem nýleg skýrsla ríkisendurskoðanda kallar á. Til þessa verks þarf að kalla að fólk frá mörgum stofnunum og ekki bara stjórnendur heldur einnig fólkið sem vinnur á gólfinu og hefur sýn á málið þaðan. Læknar þurfa að þora að taka umræðuna um skiptingu fjármagns í hin ýmsu verkefni kerfisins og þá gagnrýni að í sumum tilvikum sé um oflækningar að ræða þegar skoðaðar eru tölur um vissar aðgerðir í samanburði við nágrannalönd okkar. Álag á starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur verið vaxandi allt frá hruni og sér ekki fyrir endann á. Allir vita að plássleysið á Landspítala hamlar vissulega því góða starfi sem þar fer fram. Til að nefna sláandi dæmi var 56% af hjartaaðgerðum á Landspítala frestað árið 2017. Alls var 36% aðgerða frestað vegna plássleysis á gjörgæsludeild spítalans og 20% vegna annarra ástæðna eins og mönnunar hjúkrunarfræðinga. Það sjá allir að það hlýtur að vera erfitt að vera búinn að undirbúa sig undir hjartaaðgerð og fá svo þær fréttir samdægurs að ekkert verði af aðgerðinni. Ekki bara fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir aðstandendur sem hafa gert ráðstafanir varðandi frí úr vinnu og ég tala nú ekki um fólk utan af landi sem hefur útvegað sér húsnæði hér í höfuðborginni. Það er líka óþægilegt fyrir starfsfólk spítalans sem hefur undirbúið að gera aðgerðina þennan dag. Það er skiljanlegt að einhverjum aðgerðum þurfi að fresta vegna álags eða ófyrirsjáanlegra atvika og er það vel þekkt erlendis en að yfir helmingi aðgerða á ársgrundvelli sé frestað getur ekki talist í lagi. Hvað er til ráða? Það er sorglegt að horfa á marga hjúkrunarfræðinga með allt að sex ára háskólanám að baki eins og skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga kjósa annan starfsvettvang eins og til dæmis flugfreyjustarfið. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að átta sig á og koma að borði í launasamningum við kvennastéttir sem starfa í heilbrigðisgeiranum. Til að gera starfið á þessum stofnunum aðlaðandi þarf að bæta launakjör þessara stétta, vinnuaðstöðu og vaktaálag. Landspítalinn hefur brugðist við með svokölluðu Heklu-verkefni en meira þarf að koma til. Starfsmannastefna Landspítalans sem er sú að ráða einungis lækna í 100% starfshlutfall við sjúkrahúsið er ekki til þess fallin að laða lækna heim úr sérnámi. Við erum fámennt land og því er nauðsynlegt fyrir suma sérgreinalækna að halda sér við faglega með því t.d. að starfa hluta úr ári erlendis. Við höfum misst marga góða kollega úr okkar röðum á Landspítalanum vegna þessarar stefnu og það bitnar beint á sjúklingum okkar sem ættu að fá bestu mögulegu þjónustu sem í boði er á hverjum tíma. Varðandi húsnæðismálin, þá er ekki nóg að byggja við gamlar byggingar á Hringbraut eða reisa ný hjúkrunarheimili til að leysa fráflæðisvanda spítalans. Það þarf að manna þessar byggingar og við viljum fólk í þessi störf sem líður vel í vinnunni og hlakkar til komandi verkefna. Vissulega þarf að koma þeim öldruðum sem hafa hlotið þjónustu á sjúkrahúsinu áfram á hjúkrunarheimili og þannig skapa rými fyrir sjúklinga sem þurfa innlögn og eiga ekki að liggja á göngum eða bíða tímunum saman á bráðamóttöku eftir þjónustu. Álag á starfsfólk bráðamóttökunnar hefur lengi verið óeðlilega mikið en það er nefnilega þannig að þangað geta allir leitað, þar eru aldrei allir tímar uppbókaðir og engum er vísað frá. Nú hafa tvær öflugar konur tekið við í forystusveit íslenska heilbrigðiskerfisins, þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, nýskipaður landlæknir. Ég trúi því að þær taki samtalið við fólkið á gólfinu til að byggja upp öflugra kerfi þar sem sjúklingurinn er settur í öndvegi. Fyrir síðustu alþingiskosningar var það rauður þráður í stefnu allra flokka að hlúa að innviðum og styrkja heilbrigðiskerfi okkar enn frekar. Það eru því bjartir tímar fram undan nú þegar fer að birta og vorið er á næsta leiti. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Til að reka öflugt heilbrigðiskerfi þarf ekki bara að auka fjármagnið sem í það fer. Forgangsverkefni er að mynda heildstæða stefnu í heilbrigðismálum sem nýleg skýrsla ríkisendurskoðanda kallar á. Til þessa verks þarf að kalla að fólk frá mörgum stofnunum og ekki bara stjórnendur heldur einnig fólkið sem vinnur á gólfinu og hefur sýn á málið þaðan. Læknar þurfa að þora að taka umræðuna um skiptingu fjármagns í hin ýmsu verkefni kerfisins og þá gagnrýni að í sumum tilvikum sé um oflækningar að ræða þegar skoðaðar eru tölur um vissar aðgerðir í samanburði við nágrannalönd okkar. Álag á starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur verið vaxandi allt frá hruni og sér ekki fyrir endann á. Allir vita að plássleysið á Landspítala hamlar vissulega því góða starfi sem þar fer fram. Til að nefna sláandi dæmi var 56% af hjartaaðgerðum á Landspítala frestað árið 2017. Alls var 36% aðgerða frestað vegna plássleysis á gjörgæsludeild spítalans og 20% vegna annarra ástæðna eins og mönnunar hjúkrunarfræðinga. Það sjá allir að það hlýtur að vera erfitt að vera búinn að undirbúa sig undir hjartaaðgerð og fá svo þær fréttir samdægurs að ekkert verði af aðgerðinni. Ekki bara fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir aðstandendur sem hafa gert ráðstafanir varðandi frí úr vinnu og ég tala nú ekki um fólk utan af landi sem hefur útvegað sér húsnæði hér í höfuðborginni. Það er líka óþægilegt fyrir starfsfólk spítalans sem hefur undirbúið að gera aðgerðina þennan dag. Það er skiljanlegt að einhverjum aðgerðum þurfi að fresta vegna álags eða ófyrirsjáanlegra atvika og er það vel þekkt erlendis en að yfir helmingi aðgerða á ársgrundvelli sé frestað getur ekki talist í lagi. Hvað er til ráða? Það er sorglegt að horfa á marga hjúkrunarfræðinga með allt að sex ára háskólanám að baki eins og skurðhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga kjósa annan starfsvettvang eins og til dæmis flugfreyjustarfið. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að átta sig á og koma að borði í launasamningum við kvennastéttir sem starfa í heilbrigðisgeiranum. Til að gera starfið á þessum stofnunum aðlaðandi þarf að bæta launakjör þessara stétta, vinnuaðstöðu og vaktaálag. Landspítalinn hefur brugðist við með svokölluðu Heklu-verkefni en meira þarf að koma til. Starfsmannastefna Landspítalans sem er sú að ráða einungis lækna í 100% starfshlutfall við sjúkrahúsið er ekki til þess fallin að laða lækna heim úr sérnámi. Við erum fámennt land og því er nauðsynlegt fyrir suma sérgreinalækna að halda sér við faglega með því t.d. að starfa hluta úr ári erlendis. Við höfum misst marga góða kollega úr okkar röðum á Landspítalanum vegna þessarar stefnu og það bitnar beint á sjúklingum okkar sem ættu að fá bestu mögulegu þjónustu sem í boði er á hverjum tíma. Varðandi húsnæðismálin, þá er ekki nóg að byggja við gamlar byggingar á Hringbraut eða reisa ný hjúkrunarheimili til að leysa fráflæðisvanda spítalans. Það þarf að manna þessar byggingar og við viljum fólk í þessi störf sem líður vel í vinnunni og hlakkar til komandi verkefna. Vissulega þarf að koma þeim öldruðum sem hafa hlotið þjónustu á sjúkrahúsinu áfram á hjúkrunarheimili og þannig skapa rými fyrir sjúklinga sem þurfa innlögn og eiga ekki að liggja á göngum eða bíða tímunum saman á bráðamóttöku eftir þjónustu. Álag á starfsfólk bráðamóttökunnar hefur lengi verið óeðlilega mikið en það er nefnilega þannig að þangað geta allir leitað, þar eru aldrei allir tímar uppbókaðir og engum er vísað frá. Nú hafa tvær öflugar konur tekið við í forystusveit íslenska heilbrigðiskerfisins, þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, nýskipaður landlæknir. Ég trúi því að þær taki samtalið við fólkið á gólfinu til að byggja upp öflugra kerfi þar sem sjúklingurinn er settur í öndvegi. Fyrir síðustu alþingiskosningar var það rauður þráður í stefnu allra flokka að hlúa að innviðum og styrkja heilbrigðiskerfi okkar enn frekar. Það eru því bjartir tímar fram undan nú þegar fer að birta og vorið er á næsta leiti. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun