Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin 8. mars 2018 17:30 Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Vísir/AFP Ríkisstjórn Tyrklands hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að hersveitir Kúrda í Sýrlandi, YPG, færi hermenn frá austurhluta landsins, þar sem þeir hafa barist gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, til Afrinhéraðs. Þar hafa Tyrkir gert innrás með stuðningi uppreisnarhópa sem þeir hafa stutt gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Sveitir hliðhollar Assad, sem studdar eru af Íran, taka einnig þátt í vörninni í Afrin.Sjá einnig: Assad-liðar á leið til AfrinSýrlenskir Kúrdar hafa stjórnaði héraðinu um langt skeið en yfirvöld Tyrklands hafa sakað þá um að vera hryðjuverkamenn og vera hliðholla Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem hefur háð áratugalanga og blóðuga frelsisbaráttu þar í landi. Ibrahim Kalin, talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. Samkvæmt frétt New York Times hafa Bandaríkin ekki svarað beiðni Tyrkja þrátt fyrir að beiðnin hafi verið lögð fram í gær.Í austurhluta landsins berjast regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, SDF, gegn Íslamska ríkinu og hafa þau tekið stjórn á stórum hluta Sýrlands með stuðningi Bandaríkjanna. Að mestu eru SDF skipuð af hermönnum Kúrda en margar aðrar fylkingar araba og fleiri samfélagshópa berjast einnig með samtökunum. Um mikið högg er því að ræða fyrir baráttuna gegn ISIS. Bandaríkin hafa frá því að innrás Tyrkja hófst, haldið því fram að þeir séu bandamenn SDF en tengist YPG ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt aðgerðir Tyrkja í Afrin og segja marga almenna borgara hafa fallið í árásunum og að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að hersveitir Kúrda í Sýrlandi, YPG, færi hermenn frá austurhluta landsins, þar sem þeir hafa barist gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, til Afrinhéraðs. Þar hafa Tyrkir gert innrás með stuðningi uppreisnarhópa sem þeir hafa stutt gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Sveitir hliðhollar Assad, sem studdar eru af Íran, taka einnig þátt í vörninni í Afrin.Sjá einnig: Assad-liðar á leið til AfrinSýrlenskir Kúrdar hafa stjórnaði héraðinu um langt skeið en yfirvöld Tyrklands hafa sakað þá um að vera hryðjuverkamenn og vera hliðholla Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem hefur háð áratugalanga og blóðuga frelsisbaráttu þar í landi. Ibrahim Kalin, talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. Samkvæmt frétt New York Times hafa Bandaríkin ekki svarað beiðni Tyrkja þrátt fyrir að beiðnin hafi verið lögð fram í gær.Í austurhluta landsins berjast regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, SDF, gegn Íslamska ríkinu og hafa þau tekið stjórn á stórum hluta Sýrlands með stuðningi Bandaríkjanna. Að mestu eru SDF skipuð af hermönnum Kúrda en margar aðrar fylkingar araba og fleiri samfélagshópa berjast einnig með samtökunum. Um mikið högg er því að ræða fyrir baráttuna gegn ISIS. Bandaríkin hafa frá því að innrás Tyrkja hófst, haldið því fram að þeir séu bandamenn SDF en tengist YPG ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt aðgerðir Tyrkja í Afrin og segja marga almenna borgara hafa fallið í árásunum og að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín.
Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00