Madeleine Svíaprinsessa er búin að eiga barn sitt og eiginmanns síns, Christopher O‘Neill. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku konungshöllinni.
Barnið, sem er stúlka samkvæmt frétt sænska dablaðsins Aftonbladet, kom í heiminn klukkan 00:41 í nótt að sænskum tíma á Danderyds-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og fagnar því fæðingardegi sínum í dag, 9. mars. Þá segir í tilkynningu frá höllinni að móður og barni heilsist vel.
Stúlkan er þriðja barn Madeleine prinsessu og Christophers en fyrir eiga þau dótturina Leonore, sem er fædd árið 2014, og soninn Nicolas, fæddur árið 2015.
Madeleine Svíaprinsessa búin að eiga
Kristín Ólafsdóttir skrifar
