Jackson Bathe fór í keilu í fyrsta sinn með föður sínum, Jonathan, og systur sinni og fékk feykju þegar að hann kláraði tvo síðustu pinnana.
Þegar pinnarnir tveir féllu gjörsamlega trylltist snáðinn af gleði, heldur betur sáttur með sjálfan sig og þetta íþróttaafrek. Systir hans kom líka hlaupandi til að fagna ungu hetjunni.
Vissulega hefði skot Jacksons farið í rennuna ef ekki hefði verið grind fyrir en það var algjört aukatriði hjá pilti. Sú gleði.
Faðir hans setti myndbandið á Twitter og „taggaði“ þar Scott van Pelt, íþróttafréttamann á ESPN sem sýndi atvikið í þætti sínum í gærkvöldi en það er svo einnig komið á Facebook-síðu ESPN.
Þessa einlægu gleði má sjá hér að neðan.
Is this the best thing you've seen today? @notthefakeSVP? Jackson's first time bowling, and he was so pumped to get his first spare!! @SportsCenter #SCtop10 pic.twitter.com/9LUNK6sclm
— jonathan bathe (@jonathanbathe) March 7, 2018