Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:13 Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira