Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:13 Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira