Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 06:29 Stjórnarherinn lét sprengjum rigna á sjúkrahús í gær. Árásarnir voru þær verstu í Austur-Ghouta í áraraðir. Vísir/Epa Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik. Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik.
Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15