Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2018 11:00 Höfuðstöðvar fyrirtækisins Internet Research Agency, eða Tröllaverksmiðjunnar, í Pétursborg. Vísir/AP Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði á föstudaginn þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Ákærani lýsir stóru samsæri þar sem aðilarnir voru meðal annars ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Þeir eru sakaðir um að hafa meðal annars nýtt samfélagsmiðla og falsað reikninga til að ýta undir deilur í Bandaríkjunum og styðja við bakið á framboði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“, er fyrirferðamikið í ákæru Mueller. Þar segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi hafist ekki seinna en árið 2014 og markmið starfsmanna þess sé að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum. Þar vinna hundruð manna og milljónir dala eru sagðir fara í rekstur IRA. Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands, er sagður fjármagna rekstur IRA í gegnum tvö fyrirtæki sem heita Concord Management And Consulting LLC og Concord Catering. Fyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Meðal þess sem fram kemur þar er Ð starfsmenn IRA hafi kallað aðgerðir þeirra „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum. Einnig hafa rannsakendur komið höndum yfir tölvupósta þar sem einn starfsmaður ræðir það hvernig hann og samstarfsmenn hans hafi unnið að því að fela slóð sína eftir að rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hófst. Í ákærunni kemur fram að starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar hafi ferðast til Bandaríkjanna til upplýsingaöflunar og þeir hafi rætt sína á milli leiðir til að flýja Bandaríkin ef upp um þá kæmist og aðrar öryggisráðstafanir. Mikil rannsóknar- og þróunarvinna hefur fylgst starfsemi Tröllaverksmiðjunnar og fólst hún í gagnagreiningu og greiningu á stjórnmálahópum, virkni þeirra á samfélagsmiðlum og velgengni. Nokkrir hinna ákærðu ferðuðust einnig til Bandaríkjanna til að afla upplýsinga fyrir aðgerðir Tröllaverksmiðjunnar.Ákæran er 37 blaðsíður að lengd og hér að neðan verður farið yfir hvað fram kemur í henni og hver Prigozhin er.Eins og áður segir eru starfsmenn IRA sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eina og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, og fölsk einkenni til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hófst starfsemi þeirra ekki seinna en árið 2014. Í ákærunni segir að markmið IRA í maí 2014 hafi verið að grafa undan trausti til frambjóðenda í forsetakosningunum 2016 og stjórnmálakerfisins í heild. Seinna meir hafi það breyst í að veita Donald Trump og Bernie Sanders stuðning. Sanders tapaði þó gegn Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins og varð markmiðið þá að grafa undan trú fólks á stjórnmálin og tryggja Donald Trump sigur. Nokkrir hinna ákærðu ferðuðust einnig til Bandaríkjanna til að afla upplýsinga fyrir aðgerðir Tröllaverksmiðjunnar. Tveir af þeim sem eru ákærðir virðast hafa rætt sín á milli um hvernig þeir myndu flýja frá Bandaríkjunum ef upp kæmist um þá og önnur öryggisatriði. Allir starfsmenn IRA sem ferðuðust til Bandaríkjanna, eða reyndu það, eru sakaðir um að hafa logið til um ástæður ferða sinna á umsóknum þeirra um vegabréfsáritanir. Meðal þess sem hinir ákærðu lærðu á ferðum sínum um Bandaríkin var að einbeita sér að barátturíkjum eins og Colorado, Virginíu og Flórída.Plötuðu bandaríska aðgerðarsinna „Tröllin“ þóttust vera aðgerðarsinnar í Bandaríkjunum og stálu einkennum annarra. Notuðu þau einkenni jafnvel til þess að skipuleggja viðburði víða um Bandaríkin. Þar að auki voru reikningar notaðir til að ræða við forsvarsmenn annarra og stærri Facebook hópa sem fjölluðu um stjórnmál, hafa áhrif á þá og skipuleggja þannig viðburði. Starfsmenn IRA réðu einnig bandaríska aðila til að dreifa áróðri og pötuðu jafnvel fólk til þess. Einhverjir hinna ákærðu töluðu við starfsmenn framboðs Trump, með því að þykjast vera Bandaríkjamenn, og aðra aðila til að skipuleggja viðburði. Með svikum eru hinir ákærðu sagðir hafa byggt upp falskar persónur sem urðu að „leiðtogum almenningsálits“ í Bandaríkjunum. Til marks um bæði áhrif þeirra og svik þá stýrðu starfsmenn IRA til dæmis Twitter-síðu sem látin var líta út fyrir að vera á vegum Repúblikanaflokksins í Tennessee. Rúmlega hundrað þúsund manns fylgdust með síðunni.Úrdráttur úr keyptum auglýsingum IRA.Hvöttu minnihlutahópa til að kjósa ekki Einkennin sem starfsmenn IRA eru sökuð um að hafa stolið voru meðal annars notuð til þess að búa til fölsk ökuskírteini, reikninga á PayPal og til þess að öðlast annars konar auðkenni til að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum. Auk þess var eitt falskt einkenni notað til að greiða fyrir byggingu stórs búrs og leikkonu til að vera í búrinu í Hillary Clinton búningi. Í ákærunni er farið yfir starfsferla Tröllaverksmiðjunnar og því haldið fram að mikil þróunar- og rannsóknarvinna hafi farið þar fram. Allar færslur á samfélagsmiðlum voru greindar í þaula svo gera mætti betur næst. Umsjónarmaður Facebookhópsins Secured Borders, eða örugg landamæri, var til dæmis gagnrýndur af yfirmönnum sínum um 14. september 2016, fyrir að hafa ekki birt nægjanlega mikið af færslum þar sem Hillary Clinton var gagnrýnd og var honum tilkynnt að mikilvægt væri að bæta úr því. Á seinni hluta ársins 2016 voru samfélagsmiðlareikningar IRA notaðir til þess að hvetja minnihlutahópa til þess að sleppa því að taka þátt í kosningunum eða kjósa annan frambjóðanda en Hillary Clinton og Donald Trump.Unnu á vöktum Unnið var á vöktum í Tröllaverksmiðjunni svo hægt væri að birta færslur á samfélagsmiðlum á réttum tíma í Bandaríkjunum og voru starfsmenn hennar kynntir fyrir frídögum í Bandaríkjunum. Þannig gætu starfsmenn IRA aðlaðað færslur sínar að umræddum frídögum. Reikningarnir voru einnig notaðir til að ýta undir samsæriskenningar um kosningasvindl Demókrataflokksins og var það á svipuðum tíma og Donald Trump sjálfur hélt því ítrekað fram að hann ætti ekki séns. Það yrði svindlað á honum og það væri verið að svindla á honum.Eftir að Donald Trump var kosinn forseti skipulögðu starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar stuðningsfundi í gegnum samfélagsmiðla en á sama tíma skipulögðu þau einnig samstöðufundi gegn Trump. Starfsmenn IRA eru sagðir hafa einbeitt sér að umdeildum málum í Bandaríkjunum. Þau hafi oft á tíðum spilað með báðar hliðar og ýtt undir deilurnar. Reyndu að fela slóðir sínarÍ hinni margnefndu ákæru er því haldið fram að starfsmenn IRA hafi farið mikinn í því að fela slóðir sínar. Miklum gögnum hafi verið eytt, samfélagsmiðlareikningum hafi verið lokað og þeim eytt og hinum ýmsu sönnunargögnum. Þá keyptu hinir ákærðu aðgang að vefþjónum í Bandaríkjunum og annan búnað til að fela slóðir sínar og láta líta út fyrir að þau kæmu frá Bandaríkjunum. Í tölvupósti sem rannsakendur komu höndum yfir skrifaði ein kona sem vinnur í Tröllaverksmiðjunni til fjölskyldumeðlimar: „Það var smá krísa í vinnunni: Alríkislögregla Bandaríkjanna er komin á snoðir um okkur (ekki brandari). Svo, ég var upptekin við að fela slóðir okkar samstarfsfélaganna.“ Hún skrifaði einnig: „Ég bjó til allar þessar myndir og færslur og Bandaríkjamenn trúðu því að þetta væri samið af þeirra fólki.“Fyrirtækinu Internet Research Agency hefur verið lýst sem stofnun með tengingar við yfirvöld Rússlands og leyniþjónustur Bandaríkjanna segja skipunina um að hafa áhrif á forsetakosningarnar hafa „komið frá hæstu stigum“ yfirvalda Rússlands. Umrædd tenging við yfirvöld Rússlands liggur í gegnum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, „Kokk Putin“. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins.Titlar sig sem ráðgjafa forseta Í bréfum sem Prigozhin hefur skrifað titlar hann sig sem „ráðgjafa“ forseta R'usslands og viðtakanda einnar æðstu orðu Rússlands. Frekari upplýsingar um ríkidæmi hans litu dagsins ljós þegar and-spillingarsamtökin Anti Corruption Fund, sem stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny stýrir, birti skjáskot af samfélagsmiðlum barna Prigozhin í lok árs 2016. Þar mátti sjá myndir af einkaþotu, stærðarinnar snekkju og starfsmenn ACF flugu einnig drónum yfir landareign Prigozhin.Samkvæmt ákærunni fundaði Prigozhin reglulega með Mikhail I Bystrov, yfirmanni IRA, á árunum 2015 og 2016 og eru þeir sagðir hafa rætt um Lakhta verkefnið, sem snýr að kosningum í Bandaríkjunum. Í ákærunni er tekið sem dæmi um aðild Prigozhin að í kringum 29. maí hafi starfsmenn IRA platað bandarískan aðila til að standa fyrir utan Hvíta húsið með skilti sem á stóð: „Til hamingju með 55 ára afmælið kæri yfirmaður“. Prigozhin er fæddur þann 1. júní árið 1961. Hann neitar því þó að koma að Tröllaverksmiðjunni á nokkurn hátt og sagði í samtali við RIA Novosti fréttaveituna, sem er í eigu ríkisins, að Bandaríkjamenn væru mjög áhrifagjarnir og þeir sæju það sem þeir vildu sjá. Hann bæri þrátt fyrir það mikla virðingu fyrir þeim. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Utanríkisráðherra Rússlands gefur lítið fyrir ákærurnar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að hann myndi ekki tjá sig um ákærur á hendur þrettán Rússum vegna afskipta af forsetakosningunum fyrr en hann sjái haldbærar staðreyndir um málið. 17. febrúar 2018 16:03 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði á föstudaginn þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Ákærani lýsir stóru samsæri þar sem aðilarnir voru meðal annars ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Þeir eru sakaðir um að hafa meðal annars nýtt samfélagsmiðla og falsað reikninga til að ýta undir deilur í Bandaríkjunum og styðja við bakið á framboði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“, er fyrirferðamikið í ákæru Mueller. Þar segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi hafist ekki seinna en árið 2014 og markmið starfsmanna þess sé að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum. Þar vinna hundruð manna og milljónir dala eru sagðir fara í rekstur IRA. Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands, er sagður fjármagna rekstur IRA í gegnum tvö fyrirtæki sem heita Concord Management And Consulting LLC og Concord Catering. Fyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Meðal þess sem fram kemur þar er Ð starfsmenn IRA hafi kallað aðgerðir þeirra „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum. Einnig hafa rannsakendur komið höndum yfir tölvupósta þar sem einn starfsmaður ræðir það hvernig hann og samstarfsmenn hans hafi unnið að því að fela slóð sína eftir að rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hófst. Í ákærunni kemur fram að starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar hafi ferðast til Bandaríkjanna til upplýsingaöflunar og þeir hafi rætt sína á milli leiðir til að flýja Bandaríkin ef upp um þá kæmist og aðrar öryggisráðstafanir. Mikil rannsóknar- og þróunarvinna hefur fylgst starfsemi Tröllaverksmiðjunnar og fólst hún í gagnagreiningu og greiningu á stjórnmálahópum, virkni þeirra á samfélagsmiðlum og velgengni. Nokkrir hinna ákærðu ferðuðust einnig til Bandaríkjanna til að afla upplýsinga fyrir aðgerðir Tröllaverksmiðjunnar.Ákæran er 37 blaðsíður að lengd og hér að neðan verður farið yfir hvað fram kemur í henni og hver Prigozhin er.Eins og áður segir eru starfsmenn IRA sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eina og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, og fölsk einkenni til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hófst starfsemi þeirra ekki seinna en árið 2014. Í ákærunni segir að markmið IRA í maí 2014 hafi verið að grafa undan trausti til frambjóðenda í forsetakosningunum 2016 og stjórnmálakerfisins í heild. Seinna meir hafi það breyst í að veita Donald Trump og Bernie Sanders stuðning. Sanders tapaði þó gegn Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins og varð markmiðið þá að grafa undan trú fólks á stjórnmálin og tryggja Donald Trump sigur. Nokkrir hinna ákærðu ferðuðust einnig til Bandaríkjanna til að afla upplýsinga fyrir aðgerðir Tröllaverksmiðjunnar. Tveir af þeim sem eru ákærðir virðast hafa rætt sín á milli um hvernig þeir myndu flýja frá Bandaríkjunum ef upp kæmist um þá og önnur öryggisatriði. Allir starfsmenn IRA sem ferðuðust til Bandaríkjanna, eða reyndu það, eru sakaðir um að hafa logið til um ástæður ferða sinna á umsóknum þeirra um vegabréfsáritanir. Meðal þess sem hinir ákærðu lærðu á ferðum sínum um Bandaríkin var að einbeita sér að barátturíkjum eins og Colorado, Virginíu og Flórída.Plötuðu bandaríska aðgerðarsinna „Tröllin“ þóttust vera aðgerðarsinnar í Bandaríkjunum og stálu einkennum annarra. Notuðu þau einkenni jafnvel til þess að skipuleggja viðburði víða um Bandaríkin. Þar að auki voru reikningar notaðir til að ræða við forsvarsmenn annarra og stærri Facebook hópa sem fjölluðu um stjórnmál, hafa áhrif á þá og skipuleggja þannig viðburði. Starfsmenn IRA réðu einnig bandaríska aðila til að dreifa áróðri og pötuðu jafnvel fólk til þess. Einhverjir hinna ákærðu töluðu við starfsmenn framboðs Trump, með því að þykjast vera Bandaríkjamenn, og aðra aðila til að skipuleggja viðburði. Með svikum eru hinir ákærðu sagðir hafa byggt upp falskar persónur sem urðu að „leiðtogum almenningsálits“ í Bandaríkjunum. Til marks um bæði áhrif þeirra og svik þá stýrðu starfsmenn IRA til dæmis Twitter-síðu sem látin var líta út fyrir að vera á vegum Repúblikanaflokksins í Tennessee. Rúmlega hundrað þúsund manns fylgdust með síðunni.Úrdráttur úr keyptum auglýsingum IRA.Hvöttu minnihlutahópa til að kjósa ekki Einkennin sem starfsmenn IRA eru sökuð um að hafa stolið voru meðal annars notuð til þess að búa til fölsk ökuskírteini, reikninga á PayPal og til þess að öðlast annars konar auðkenni til að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum. Auk þess var eitt falskt einkenni notað til að greiða fyrir byggingu stórs búrs og leikkonu til að vera í búrinu í Hillary Clinton búningi. Í ákærunni er farið yfir starfsferla Tröllaverksmiðjunnar og því haldið fram að mikil þróunar- og rannsóknarvinna hafi farið þar fram. Allar færslur á samfélagsmiðlum voru greindar í þaula svo gera mætti betur næst. Umsjónarmaður Facebookhópsins Secured Borders, eða örugg landamæri, var til dæmis gagnrýndur af yfirmönnum sínum um 14. september 2016, fyrir að hafa ekki birt nægjanlega mikið af færslum þar sem Hillary Clinton var gagnrýnd og var honum tilkynnt að mikilvægt væri að bæta úr því. Á seinni hluta ársins 2016 voru samfélagsmiðlareikningar IRA notaðir til þess að hvetja minnihlutahópa til þess að sleppa því að taka þátt í kosningunum eða kjósa annan frambjóðanda en Hillary Clinton og Donald Trump.Unnu á vöktum Unnið var á vöktum í Tröllaverksmiðjunni svo hægt væri að birta færslur á samfélagsmiðlum á réttum tíma í Bandaríkjunum og voru starfsmenn hennar kynntir fyrir frídögum í Bandaríkjunum. Þannig gætu starfsmenn IRA aðlaðað færslur sínar að umræddum frídögum. Reikningarnir voru einnig notaðir til að ýta undir samsæriskenningar um kosningasvindl Demókrataflokksins og var það á svipuðum tíma og Donald Trump sjálfur hélt því ítrekað fram að hann ætti ekki séns. Það yrði svindlað á honum og það væri verið að svindla á honum.Eftir að Donald Trump var kosinn forseti skipulögðu starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar stuðningsfundi í gegnum samfélagsmiðla en á sama tíma skipulögðu þau einnig samstöðufundi gegn Trump. Starfsmenn IRA eru sagðir hafa einbeitt sér að umdeildum málum í Bandaríkjunum. Þau hafi oft á tíðum spilað með báðar hliðar og ýtt undir deilurnar. Reyndu að fela slóðir sínarÍ hinni margnefndu ákæru er því haldið fram að starfsmenn IRA hafi farið mikinn í því að fela slóðir sínar. Miklum gögnum hafi verið eytt, samfélagsmiðlareikningum hafi verið lokað og þeim eytt og hinum ýmsu sönnunargögnum. Þá keyptu hinir ákærðu aðgang að vefþjónum í Bandaríkjunum og annan búnað til að fela slóðir sínar og láta líta út fyrir að þau kæmu frá Bandaríkjunum. Í tölvupósti sem rannsakendur komu höndum yfir skrifaði ein kona sem vinnur í Tröllaverksmiðjunni til fjölskyldumeðlimar: „Það var smá krísa í vinnunni: Alríkislögregla Bandaríkjanna er komin á snoðir um okkur (ekki brandari). Svo, ég var upptekin við að fela slóðir okkar samstarfsfélaganna.“ Hún skrifaði einnig: „Ég bjó til allar þessar myndir og færslur og Bandaríkjamenn trúðu því að þetta væri samið af þeirra fólki.“Fyrirtækinu Internet Research Agency hefur verið lýst sem stofnun með tengingar við yfirvöld Rússlands og leyniþjónustur Bandaríkjanna segja skipunina um að hafa áhrif á forsetakosningarnar hafa „komið frá hæstu stigum“ yfirvalda Rússlands. Umrædd tenging við yfirvöld Rússlands liggur í gegnum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, „Kokk Putin“. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins.Titlar sig sem ráðgjafa forseta Í bréfum sem Prigozhin hefur skrifað titlar hann sig sem „ráðgjafa“ forseta R'usslands og viðtakanda einnar æðstu orðu Rússlands. Frekari upplýsingar um ríkidæmi hans litu dagsins ljós þegar and-spillingarsamtökin Anti Corruption Fund, sem stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny stýrir, birti skjáskot af samfélagsmiðlum barna Prigozhin í lok árs 2016. Þar mátti sjá myndir af einkaþotu, stærðarinnar snekkju og starfsmenn ACF flugu einnig drónum yfir landareign Prigozhin.Samkvæmt ákærunni fundaði Prigozhin reglulega með Mikhail I Bystrov, yfirmanni IRA, á árunum 2015 og 2016 og eru þeir sagðir hafa rætt um Lakhta verkefnið, sem snýr að kosningum í Bandaríkjunum. Í ákærunni er tekið sem dæmi um aðild Prigozhin að í kringum 29. maí hafi starfsmenn IRA platað bandarískan aðila til að standa fyrir utan Hvíta húsið með skilti sem á stóð: „Til hamingju með 55 ára afmælið kæri yfirmaður“. Prigozhin er fæddur þann 1. júní árið 1961. Hann neitar því þó að koma að Tröllaverksmiðjunni á nokkurn hátt og sagði í samtali við RIA Novosti fréttaveituna, sem er í eigu ríkisins, að Bandaríkjamenn væru mjög áhrifagjarnir og þeir sæju það sem þeir vildu sjá. Hann bæri þrátt fyrir það mikla virðingu fyrir þeim.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Utanríkisráðherra Rússlands gefur lítið fyrir ákærurnar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að hann myndi ekki tjá sig um ákærur á hendur þrettán Rússum vegna afskipta af forsetakosningunum fyrr en hann sjái haldbærar staðreyndir um málið. 17. febrúar 2018 16:03 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Utanríkisráðherra Rússlands gefur lítið fyrir ákærurnar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að hann myndi ekki tjá sig um ákærur á hendur þrettán Rússum vegna afskipta af forsetakosningunum fyrr en hann sjái haldbærar staðreyndir um málið. 17. febrúar 2018 16:03
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30