Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 17:33 Eyjólfur Magnús er forstjóri gagnavera Advania. Hann segir að innbrotið hafi ekki sett stórt strik í reikninginn í framkvæmdum við nýbyggingu á svæðinu. Vísir/Anton Brink Forstjóri gagnavera Advania telur líklegt að myndir úr öryggismyndavélum við gagnaver fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafi komið lögreglu á spor þjófa sem stálu verðmætum tækjabúnaði þaðan og úr öðru gagnaveri í síðasta mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því fyrr í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið í desember og janúar. Í tilkynningu frá Advania kemur fram að þjófarnir hafi meðal annars brotist inn í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða, að sögn fyrirtækisins. Málið er sagt rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi. Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.Minnstu stolið frá AdvaniaAtvikið náðist á öryggismyndavélar. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að sem betur fer hafi svæðið verið vel varið með öryggismyndavélum og vörðum. „Mér finnst mjög líklegt að þær upplýsingar hafi komið lögreglu á sporið,“ segir forstjórinn. Hann segist ekki geta upplýst hvers konar búnaði var stolið vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Þegar brotist var inn í gagnaver við Heiðatröð í Reykjanesbæ í desember greindi lögregla frá því að 600 skjákortum, 100 aflgjöfum, 100 móðurborðum, 100 minniskubbum og 100 örgjörvum hefði verið stolið. Alls telur lögregla að verðmæti þýfisins úr innbrotunum þremur nemi um 200 milljónum króna. Eyjólfur Magnús segir að minnstum hluta hafi verið stolið frá Advania, líklega um fjórðungi eða fimmtungi heildarverðmætis þýfisins. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forstjóri gagnavera Advania telur líklegt að myndir úr öryggismyndavélum við gagnaver fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafi komið lögreglu á spor þjófa sem stálu verðmætum tækjabúnaði þaðan og úr öðru gagnaveri í síðasta mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því fyrr í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið í desember og janúar. Í tilkynningu frá Advania kemur fram að þjófarnir hafi meðal annars brotist inn í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða, að sögn fyrirtækisins. Málið er sagt rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi. Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.Minnstu stolið frá AdvaniaAtvikið náðist á öryggismyndavélar. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að sem betur fer hafi svæðið verið vel varið með öryggismyndavélum og vörðum. „Mér finnst mjög líklegt að þær upplýsingar hafi komið lögreglu á sporið,“ segir forstjórinn. Hann segist ekki geta upplýst hvers konar búnaði var stolið vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Þegar brotist var inn í gagnaver við Heiðatröð í Reykjanesbæ í desember greindi lögregla frá því að 600 skjákortum, 100 aflgjöfum, 100 móðurborðum, 100 minniskubbum og 100 örgjörvum hefði verið stolið. Alls telur lögregla að verðmæti þýfisins úr innbrotunum þremur nemi um 200 milljónum króna. Eyjólfur Magnús segir að minnstum hluta hafi verið stolið frá Advania, líklega um fjórðungi eða fimmtungi heildarverðmætis þýfisins.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42