Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 08:21 Svona mun hluti íbúðaklasans koma til með að líta út. Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu frá Bjargi að um sé að ræða fyrsta byggingarverkefni félagsins en að það áformi umfangsmiklar framkvæmdir á næstunni. Íslenskir aðalverktakar munu sjá um byggingu fjölbýlishúsanna í Spönginni, Verkfræðistofan Mannvit sér um verkfræðihönnun og arkitekt er Yrki arkitektar. „Við hjá Bjargi fögnum þessum mikilvæga áfanga. Næstu skóflustungur bíða okkar handan hornsins og krefjandi verkefni framundan hjá félaginu,“ er haft eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, í tilkynningunni.Svona munu byggingarnar líta út úr lofti.Félagið reiknar með að 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá Bjargi í lok árs þessa árs og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verði meðal annars í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri. Þá segist félagið eiga í viðræðum við sveitafélög víðar á landinu. Næstu byggingarframkvæmdir, á eftir Móavegi, hefjast svo í apríl við Urðarbrunn í Úlfarsársdal en þar verða byggðar 83 íbúðir. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní 2019 og fyrstu íbúðirnar í Úlfarsársdal skömmu síðar.155 íbúðir verða í klasanum.Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ, segir skóflustunguna í dag því byrjunina á gríðarstóru verkefni. „Íbúðafélagið Bjarg mun hefja byggingu og hönnun 600 íbúða á þessu ári og alls klára um 1.500 íbúðir á næstu fjórum árum. Þetta er mikilvægt átak í húsnæðismálum þeirra tekjulægstu og mun að auki stuðla að lækkun leiguverðs á almennum markaði með því að draga úr eftirspurn. ASÍ er stolt af því að hafa komið þessu verkefni af stað,” er haft eftir Gylfa. Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, fagnar því í sömu tilkynningu þessum stóra áfanga sem skóflustungan markar í hennar huga.„Það er gleðilegt að sjá samtakamátt verkalýðshreyfingarinnar virkjaðan til að taka á brýnum vanda á húsnæðismarkaði, vanda sem margir okkar félagar þekkja allt of vel. Við þurfum að halda vel á spöðunum svo uppbyggingin verði hröð og sem flestir fái öruggt þak yfir höfuðið sem fyrst.“ Skipulag Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu frá Bjargi að um sé að ræða fyrsta byggingarverkefni félagsins en að það áformi umfangsmiklar framkvæmdir á næstunni. Íslenskir aðalverktakar munu sjá um byggingu fjölbýlishúsanna í Spönginni, Verkfræðistofan Mannvit sér um verkfræðihönnun og arkitekt er Yrki arkitektar. „Við hjá Bjargi fögnum þessum mikilvæga áfanga. Næstu skóflustungur bíða okkar handan hornsins og krefjandi verkefni framundan hjá félaginu,“ er haft eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, í tilkynningunni.Svona munu byggingarnar líta út úr lofti.Félagið reiknar með að 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá Bjargi í lok árs þessa árs og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verði meðal annars í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri. Þá segist félagið eiga í viðræðum við sveitafélög víðar á landinu. Næstu byggingarframkvæmdir, á eftir Móavegi, hefjast svo í apríl við Urðarbrunn í Úlfarsársdal en þar verða byggðar 83 íbúðir. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní 2019 og fyrstu íbúðirnar í Úlfarsársdal skömmu síðar.155 íbúðir verða í klasanum.Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ, segir skóflustunguna í dag því byrjunina á gríðarstóru verkefni. „Íbúðafélagið Bjarg mun hefja byggingu og hönnun 600 íbúða á þessu ári og alls klára um 1.500 íbúðir á næstu fjórum árum. Þetta er mikilvægt átak í húsnæðismálum þeirra tekjulægstu og mun að auki stuðla að lækkun leiguverðs á almennum markaði með því að draga úr eftirspurn. ASÍ er stolt af því að hafa komið þessu verkefni af stað,” er haft eftir Gylfa. Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, fagnar því í sömu tilkynningu þessum stóra áfanga sem skóflustungan markar í hennar huga.„Það er gleðilegt að sjá samtakamátt verkalýðshreyfingarinnar virkjaðan til að taka á brýnum vanda á húsnæðismarkaði, vanda sem margir okkar félagar þekkja allt of vel. Við þurfum að halda vel á spöðunum svo uppbyggingin verði hröð og sem flestir fái öruggt þak yfir höfuðið sem fyrst.“
Skipulag Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira