Sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 17:30 Bradie Tennell. Vísir/Getty Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira