Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 13:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla. visir/anton brink Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13