Aldrei fleiri í Vinstri grænum Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2018 15:43 Vinstri græn aldrei verið fleiri og ríkir fögnuður mikill í þeirra herbúðum. visir/laufey Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8. Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8.
Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25
Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19