Skorað á dómsmálaráðherra að sýna sóma sinn í að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2018 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira