Kornið sem fyllt mælinn: Sagði leikmenn vera búna að bóka flugmiða heim fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:39 Íslensku leikmennirnir eftir Serbíuleikinn. Vísir/Ernir Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185) EM 2018 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta hafa komið fram og sagt frá ótrúlegri framgöngu landsliðsþjálfara síns á meðan Evrópumótið í handbolta fór fram í Króatía. Það var mikið í gangi á bak við tjöldin hjá liðinu sem sendi strákana okkar heim af mótinu. Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta stigu fram og sendu frá sér yfirlýsingu eftir að landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic hafði kennt hegðun þeirra og ófagmennsku um hvernig fór á EM. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á leikmönnunum var það það Jovica Cvetkovic sagði að sjö leikmenn liðsins hafi verið búnir að breyta flugmiðanum sínum fyrir lokaleik riðlakeppninnar á móti Íslandi. Þetta átti að þýða að þeir voru búnir að gefast upp fyrir leikinn og bóka heimferðina fyrr. Serbarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu með samtals fimmtán mörkum. Íslenska landsliðinu nægði jafntefli til að komast áfram í milliriðilinn en tapaði leiknum og sat eftir. Serbarnir fóru hinsvegar áfram í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu öllum leikjunum sínum. Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu í raun á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb og þessar fréttir af þjálfaranum.Jovica Cvetkovic á hliðarlínunni á móti Íslandi.Vísir/ErnirLeikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum. Leikmennirnir Petar Nenadic, Darko Đukic, Dobrivoje Markovic and Nemanja Zelenovic áttu einnig að hafa farið á næturklúbb á miðju Evrópumótinu. Íslenska liðið fjórum mörkum yfir á móti Serbum, 20-16, þegar aðeins 19 mínútur voru eftir en íslensku strákarnir töpuðu lokakaflanum með sjö marka mun, 6-13. Serbar unnu þessar tæpu tuttugu mínútur þannig með sjö mörkum (13-6) en hafa tapað hinum 340 mínútunum á mótinu með 38 mörkum.Leikir Serba á EM í Króatíu 2018: 10 marka tap á móti Króatíu (22-32) 5 marka tap á móti Svíþjóð (25-30) 3 marka sigur á Íslandi (29-26) 5 marka tap á móti Noregi (27-32) 9 marka tap á móti Frakklandi (30-39) 5 marka tap á móti Hvíta Rússlandi (27-32)Serbar á EM í Króatíu 2018: Síðustu 20 mínúturnar á móti Íslandi: +7 (13-6) Hinar 340 mínúturnar á Evrópumótinu: -38 (147-185)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira