Starfsmenn Rauða krossins greiddu fyrir kynlífsþjónustu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 18:04 Alls starfa um 17.000 manns fyri Alþjóðaráð Rauða krossins um allan heim. Við innri endurskoðun kom 21 tilfelli í ljós þar sem starfsmenn höfðu látið af störfum vegna kynferðislegs misferlis. Vísir/AFP Alþjóðaráð Rauða krossins segir að 21 starfsmaður hafi hætt störfum fyrir hjálparsamtökin vegna kynferðislegs misferlis undanfarin þrjú ár. Starfsmennirnir greiddu fyrir kynlífsþjónustu og sögðu ýmist af sér eða voru reknir.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Yves Daccord, framkvæmdastjóra Rauða krossins, að nýlegar uppljóstranir um kynferðislega misnotkun og misbeitingu starfsmanna samtakanna hafi orðið til þess að þau hafi látið gera innri rannsókn í eigin ranni. Siðareglur samtakanna hafi bannað starfsmönnum sérstaklega að greiða fyrir kynlífsþjónustu frá árinu 2006. Nýlega var greint frá því að bresku hjálparsamtökin Oxfam hefðu hylmt yfir ásakanir um kynferðislegt misferli starfsmanna á Haítí. Þá hefur verið sagt frá því að sex starfsmenn eða samstarfsmenn samtakanna Plan International hafi gerst sekir um kynferðislega misnotkun. Tuttugu og tvö hjálparsamtök gáfu út sameiginlega afsökunarbeiðni í gær á að hafa brugðist í meðhöndlun sinni á ásökunum um kynferðislegt misferli starfsmanna, þar á meðal voru Oxfam og Save the Children. Fyrrverandi framkvæmdastjóri síðarnefndu samtakanna sagði af sér sem aðstoðarforstjóri Unicef í vikunni vegna ásakana um óviðeigandi hegðun í garð ungra kvenna þegar hann starfaði fyrir hjálparsamtökin. Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 16:02 Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Alþjóðaráð Rauða krossins segir að 21 starfsmaður hafi hætt störfum fyrir hjálparsamtökin vegna kynferðislegs misferlis undanfarin þrjú ár. Starfsmennirnir greiddu fyrir kynlífsþjónustu og sögðu ýmist af sér eða voru reknir.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Yves Daccord, framkvæmdastjóra Rauða krossins, að nýlegar uppljóstranir um kynferðislega misnotkun og misbeitingu starfsmanna samtakanna hafi orðið til þess að þau hafi látið gera innri rannsókn í eigin ranni. Siðareglur samtakanna hafi bannað starfsmönnum sérstaklega að greiða fyrir kynlífsþjónustu frá árinu 2006. Nýlega var greint frá því að bresku hjálparsamtökin Oxfam hefðu hylmt yfir ásakanir um kynferðislegt misferli starfsmanna á Haítí. Þá hefur verið sagt frá því að sex starfsmenn eða samstarfsmenn samtakanna Plan International hafi gerst sekir um kynferðislega misnotkun. Tuttugu og tvö hjálparsamtök gáfu út sameiginlega afsökunarbeiðni í gær á að hafa brugðist í meðhöndlun sinni á ásökunum um kynferðislegt misferli starfsmanna, þar á meðal voru Oxfam og Save the Children. Fyrrverandi framkvæmdastjóri síðarnefndu samtakanna sagði af sér sem aðstoðarforstjóri Unicef í vikunni vegna ásakana um óviðeigandi hegðun í garð ungra kvenna þegar hann starfaði fyrir hjálparsamtökin.
Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 16:02 Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15
Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 16:02
Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. 14. febrúar 2018 08:12