Jeremy Stephens með umdeilt rothögg á Josh Emmett Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 04:35 Jeremy Stephens fagnar sigrinum. Vísir/Getty Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í nótt í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando. Sigurinn var þó umdeildur þar sem nokkur högg Stephens virtust ólögleg. UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Orlando. Þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt. Þó Stephens sé yngri en Emmett var þetta 41. bardagi þess fyrrnefnda en aðeins 15. bardagi þess síðarnefnda. Emmett byrjaði bardagann vel og tókst að slá Stephens niður í 1. lotu. Sjálfstraustið fór vaxandi hjá Emmett en eftir rúma mínútu í 2. lotu tókst Stephens að slá Emmett niður. Stephens kláraði svo bardagann með höggum í gólfinu og bardaginn stöðvaður eftir 1:35 í 2. lotu. Stephens var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik. Er Emmett var á báðum hnjám á gólfinu reyndi Stephens hnéspark sem rétt svo strauk höfuð Emmett. Hefði Stephens hitt hefði hann verið umsvifalaust dæmdur úr leik enda óleyfilegt að sparka í höfuð liggjandi andstæðings. Þá voru tveir olnbogar sem hittu í hnakkann en bannað er að kýla eða sparka í hnakka andstæðingsins. Þó Stephens hafi ekki smellhitt með hnésparkinu var gjörningurinn samt ólöglegur og spurning hvort dómarinn hefði mátt gera betur. Sigurinn mun þó að öllum líkindum standa en deilt verður um sigurinn. Liðsfélagar og þjálfarar Emmett voru í það minnsta mjög ósáttir við störf dómarans eftir að hafa séð endursýningu á atvikinu. Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var engu að síður virkilega skemmtilegt. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í nótt í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando. Sigurinn var þó umdeildur þar sem nokkur högg Stephens virtust ólögleg. UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Orlando. Þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt. Þó Stephens sé yngri en Emmett var þetta 41. bardagi þess fyrrnefnda en aðeins 15. bardagi þess síðarnefnda. Emmett byrjaði bardagann vel og tókst að slá Stephens niður í 1. lotu. Sjálfstraustið fór vaxandi hjá Emmett en eftir rúma mínútu í 2. lotu tókst Stephens að slá Emmett niður. Stephens kláraði svo bardagann með höggum í gólfinu og bardaginn stöðvaður eftir 1:35 í 2. lotu. Stephens var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik. Er Emmett var á báðum hnjám á gólfinu reyndi Stephens hnéspark sem rétt svo strauk höfuð Emmett. Hefði Stephens hitt hefði hann verið umsvifalaust dæmdur úr leik enda óleyfilegt að sparka í höfuð liggjandi andstæðings. Þá voru tveir olnbogar sem hittu í hnakkann en bannað er að kýla eða sparka í hnakka andstæðingsins. Þó Stephens hafi ekki smellhitt með hnésparkinu var gjörningurinn samt ólöglegur og spurning hvort dómarinn hefði mátt gera betur. Sigurinn mun þó að öllum líkindum standa en deilt verður um sigurinn. Liðsfélagar og þjálfarar Emmett voru í það minnsta mjög ósáttir við störf dómarans eftir að hafa séð endursýningu á atvikinu. Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var engu að síður virkilega skemmtilegt. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00