Jeremy Stephens með umdeilt rothögg á Josh Emmett Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 04:35 Jeremy Stephens fagnar sigrinum. Vísir/Getty Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í nótt í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando. Sigurinn var þó umdeildur þar sem nokkur högg Stephens virtust ólögleg. UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Orlando. Þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt. Þó Stephens sé yngri en Emmett var þetta 41. bardagi þess fyrrnefnda en aðeins 15. bardagi þess síðarnefnda. Emmett byrjaði bardagann vel og tókst að slá Stephens niður í 1. lotu. Sjálfstraustið fór vaxandi hjá Emmett en eftir rúma mínútu í 2. lotu tókst Stephens að slá Emmett niður. Stephens kláraði svo bardagann með höggum í gólfinu og bardaginn stöðvaður eftir 1:35 í 2. lotu. Stephens var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik. Er Emmett var á báðum hnjám á gólfinu reyndi Stephens hnéspark sem rétt svo strauk höfuð Emmett. Hefði Stephens hitt hefði hann verið umsvifalaust dæmdur úr leik enda óleyfilegt að sparka í höfuð liggjandi andstæðings. Þá voru tveir olnbogar sem hittu í hnakkann en bannað er að kýla eða sparka í hnakka andstæðingsins. Þó Stephens hafi ekki smellhitt með hnésparkinu var gjörningurinn samt ólöglegur og spurning hvort dómarinn hefði mátt gera betur. Sigurinn mun þó að öllum líkindum standa en deilt verður um sigurinn. Liðsfélagar og þjálfarar Emmett voru í það minnsta mjög ósáttir við störf dómarans eftir að hafa séð endursýningu á atvikinu. Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var engu að síður virkilega skemmtilegt. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í nótt í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando. Sigurinn var þó umdeildur þar sem nokkur högg Stephens virtust ólögleg. UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Orlando. Þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt. Þó Stephens sé yngri en Emmett var þetta 41. bardagi þess fyrrnefnda en aðeins 15. bardagi þess síðarnefnda. Emmett byrjaði bardagann vel og tókst að slá Stephens niður í 1. lotu. Sjálfstraustið fór vaxandi hjá Emmett en eftir rúma mínútu í 2. lotu tókst Stephens að slá Emmett niður. Stephens kláraði svo bardagann með höggum í gólfinu og bardaginn stöðvaður eftir 1:35 í 2. lotu. Stephens var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik. Er Emmett var á báðum hnjám á gólfinu reyndi Stephens hnéspark sem rétt svo strauk höfuð Emmett. Hefði Stephens hitt hefði hann verið umsvifalaust dæmdur úr leik enda óleyfilegt að sparka í höfuð liggjandi andstæðings. Þá voru tveir olnbogar sem hittu í hnakkann en bannað er að kýla eða sparka í hnakka andstæðingsins. Þó Stephens hafi ekki smellhitt með hnésparkinu var gjörningurinn samt ólöglegur og spurning hvort dómarinn hefði mátt gera betur. Sigurinn mun þó að öllum líkindum standa en deilt verður um sigurinn. Liðsfélagar og þjálfarar Emmett voru í það minnsta mjög ósáttir við störf dómarans eftir að hafa séð endursýningu á atvikinu. Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var engu að síður virkilega skemmtilegt. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00