Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar Nelson vonast eftir bardaga í Dublin í maí vísir/getty Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25