Leikmenn gullliðs Rússa sungu sjálfir sönginn sem mátti ekki spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 09:30 Rússar syngja hér þjóðsönginn sinn, sönginn sem mátti ekki spila. Vísir/EPA „Við vissum alltaf að við myndum láta verða af þessu ef við næðum að vinna gullið,“ sagði Ilya Kovalchuk, einn af Ólympíumeisturum Rússa í íshokkí. Rússneska landsliðið tryggði sér í gær gullið í íshokkí keppni karla á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu með 4-3 sigri á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Sigurmarkið kom í framlengingu. Alþjóðaólympíunefndin úrskurðaði fyrir leikana að Rússar fengju ekki að keppa undir sínum fána á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og ef þeir myndu vinna gull þá yrði rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður heldur Ólympíulagið. Ólympíulagið var vissulega spilað í verðlaunaafhendingunni en leikmenn rússneska landsliðsins tóku sig þá til og sungu rússneska þjóðsönginn á sama tíma. Rússarnir brutu með þessu reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar en aðeins nokkrum tímum fyrr hafði hún úrskurðað að Rússar mættu ekki labba inn á lokahátíðina með fánann sinn.#Putin: These qualities of true fighters were always instrumental in putting our ice hockey squad on the path to victory. This success is a wonderful tribute to the Russian ice hockey school, and a great example for our younger athletes.#Olympics#IceHockey#Russia#RedMachinepic.twitter.com/8451t43sF7 — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 Rússum var refsað fyrir skipulagða og víðtæka misnotkun íþróttafólks þeirra á ólöglegum lyfjum sem náði hámarki á síðustu vetrarólympíuleikum sem fóru einmitt fram í Rússlandi. Þess vegna máttu Rússar ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á leikunum í Pyeongchang. Rússar höfðu ekki unnið gull í íshokkí á Ólympíuleikunum í 26 ár eða síðan þeir unnu undir merkjum Samveldisins í Albertville 1992 og gleðin var mikil í þeirra herbúðum eins og sjá má hér fyrir neðan.The champagne of victory! Russian hockey players celebrate after the #IceHockey#OARvsGER final at the #Olympics#Russiapic.twitter.com/1JcukEHfIm — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við höfum ekki unnið Ólympíuleikana síðan 1992. Það var því orðið langt síðan og þetta var okkar draumur. Mig dreymdi um þetta þegar ég byrjaði að spila íshokkí fimm ára gamall. Þetta er frábært og mjög góð tilfinning,“ sagði Ilya Kovalchuk varafyrirliði rússneska liðsins.Vísir/EPA Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
„Við vissum alltaf að við myndum láta verða af þessu ef við næðum að vinna gullið,“ sagði Ilya Kovalchuk, einn af Ólympíumeisturum Rússa í íshokkí. Rússneska landsliðið tryggði sér í gær gullið í íshokkí keppni karla á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu með 4-3 sigri á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Sigurmarkið kom í framlengingu. Alþjóðaólympíunefndin úrskurðaði fyrir leikana að Rússar fengju ekki að keppa undir sínum fána á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og ef þeir myndu vinna gull þá yrði rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður heldur Ólympíulagið. Ólympíulagið var vissulega spilað í verðlaunaafhendingunni en leikmenn rússneska landsliðsins tóku sig þá til og sungu rússneska þjóðsönginn á sama tíma. Rússarnir brutu með þessu reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar en aðeins nokkrum tímum fyrr hafði hún úrskurðað að Rússar mættu ekki labba inn á lokahátíðina með fánann sinn.#Putin: These qualities of true fighters were always instrumental in putting our ice hockey squad on the path to victory. This success is a wonderful tribute to the Russian ice hockey school, and a great example for our younger athletes.#Olympics#IceHockey#Russia#RedMachinepic.twitter.com/8451t43sF7 — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 Rússum var refsað fyrir skipulagða og víðtæka misnotkun íþróttafólks þeirra á ólöglegum lyfjum sem náði hámarki á síðustu vetrarólympíuleikum sem fóru einmitt fram í Rússlandi. Þess vegna máttu Rússar ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á leikunum í Pyeongchang. Rússar höfðu ekki unnið gull í íshokkí á Ólympíuleikunum í 26 ár eða síðan þeir unnu undir merkjum Samveldisins í Albertville 1992 og gleðin var mikil í þeirra herbúðum eins og sjá má hér fyrir neðan.The champagne of victory! Russian hockey players celebrate after the #IceHockey#OARvsGER final at the #Olympics#Russiapic.twitter.com/1JcukEHfIm — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við höfum ekki unnið Ólympíuleikana síðan 1992. Það var því orðið langt síðan og þetta var okkar draumur. Mig dreymdi um þetta þegar ég byrjaði að spila íshokkí fimm ára gamall. Þetta er frábært og mjög góð tilfinning,“ sagði Ilya Kovalchuk varafyrirliði rússneska liðsins.Vísir/EPA
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira