Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2018 21:15 Álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969 og verður því fimmtugt á næsta ári. Mynd/Stöð 2. Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15