NBA: Enn á ný fann Golden State liðið túrbógírinn eftir hálfleiksræðu Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 07:30 Stephen Curry sá til þess að Golden State Warriors fann túrbúgírinn í þriðja leikhlutanum. Vísir/Getty Bestu lið NBA-deildarinnar fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í nótt. Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð, Golden State Warriors hefur unnið alla þrjá leiki sína frá Stjörnuhelginni eins og Boston Celtics og þá fagnaði Toronto Raptors sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook en Anthony Davis átti enn einn tröllaleikinn og skoraði nú 53 stig. Los Angeles Lakers liðið vann sinn þriðja leik í röð.Klay Thompson skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors vann 125-111 útisigur á New York Knicks. Golden State hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina. Kevin Durant var með 22 stig fyrir Golden State liðið sem var einu stigi undir í hálfleik en vann umræddan þriðja leikhluta 39-19. Enn á ný náði Steve Kerr að vekja sína menn í hálfleik en það hefur verið saga tímabilsins. Þetta var í sjöunda skiptið í vetur sem liðið vinnur þriðja leikhluta með 20 stigum eða meira.James Harden skoraði 26 stig (11 fráköst, 5 stoðsendingar) og Luc Mbah a Moute var með 15 af 17 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð. Houston vann í nótt 96-85 útisigur á Utah Jazz en liðið kom til baka í nótt eftir að hafa lent fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum. Utah Jazz liðið hafði unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum fyrir leikinn og þetta voru því tvö af heitustu liðum deildarinnar. Chris Paul var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Houston liðið sem þvingaði 22 tapaða bolta hjá heimamönnum í leiknum.Kyrie Irving var með 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Boston Celtics vann öruggan 109-98 sigur á Memphis Grizzlies. Grizzlies liðið skoraði ekki körfu í átta mínútur í öðrum leikhluta og Boston komst á sama tíma í 55-30. Boston hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina og alls 43 af 62 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 20 stig og Serge Ibaka skoraði 19 stig þegar Toronto Raptors vann 123-94 sigur á Detroit Pistons og fagnaði sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Toronto liðið er áfram með besta árangurinn í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 25 af 30 heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Andre Drummond var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Detroit sem er nú þremur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Anthony Davis var magnaður í 125-116 sigri New Orleans Pelicans á Phoenix Suns. Hann skoraði 53 stig, tók 18 fráköst og varði 5 skot í nótt. Þetta var sjötti sigur Pelíkananna í röð og Davis hefur verið stórkostlegur í sigurgöngunni. Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix en það kom ekki í veg fyrir tíunda tapið í röð.Paul George skoraði 26 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 112-105 sigur á Orlando Magic og bætti upp fyrir mjög slaka frammistöðu í leiknum á undan. Steven Adams var með 16 stig og aðeins lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook. Westbrook var með 8 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.Brandon Ingram skoraði 21 stig og tók 10 fráköst og alls skoruðu níu leikmenn Los Angeles Lakers tíu stig eða meira í 123-1ö4 sigri liðsins á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers-liðsins í röð. Julius Randle var með 19 stig og 10 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 100-118 Utah Jazz - Houston Rockets 85-96 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-103 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 125-116 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 112-105 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 104-123 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 109-98 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 104-87 New York Knicks - Golden State Warriors 111-125 Toronto Raptors - Detroit Pistons 123-94 NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Bestu lið NBA-deildarinnar fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í nótt. Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð, Golden State Warriors hefur unnið alla þrjá leiki sína frá Stjörnuhelginni eins og Boston Celtics og þá fagnaði Toronto Raptors sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook en Anthony Davis átti enn einn tröllaleikinn og skoraði nú 53 stig. Los Angeles Lakers liðið vann sinn þriðja leik í röð.Klay Thompson skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors vann 125-111 útisigur á New York Knicks. Golden State hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina. Kevin Durant var með 22 stig fyrir Golden State liðið sem var einu stigi undir í hálfleik en vann umræddan þriðja leikhluta 39-19. Enn á ný náði Steve Kerr að vekja sína menn í hálfleik en það hefur verið saga tímabilsins. Þetta var í sjöunda skiptið í vetur sem liðið vinnur þriðja leikhluta með 20 stigum eða meira.James Harden skoraði 26 stig (11 fráköst, 5 stoðsendingar) og Luc Mbah a Moute var með 15 af 17 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð. Houston vann í nótt 96-85 útisigur á Utah Jazz en liðið kom til baka í nótt eftir að hafa lent fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum. Utah Jazz liðið hafði unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum fyrir leikinn og þetta voru því tvö af heitustu liðum deildarinnar. Chris Paul var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Houston liðið sem þvingaði 22 tapaða bolta hjá heimamönnum í leiknum.Kyrie Irving var með 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Boston Celtics vann öruggan 109-98 sigur á Memphis Grizzlies. Grizzlies liðið skoraði ekki körfu í átta mínútur í öðrum leikhluta og Boston komst á sama tíma í 55-30. Boston hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina og alls 43 af 62 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 20 stig og Serge Ibaka skoraði 19 stig þegar Toronto Raptors vann 123-94 sigur á Detroit Pistons og fagnaði sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Toronto liðið er áfram með besta árangurinn í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 25 af 30 heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Andre Drummond var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Detroit sem er nú þremur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Anthony Davis var magnaður í 125-116 sigri New Orleans Pelicans á Phoenix Suns. Hann skoraði 53 stig, tók 18 fráköst og varði 5 skot í nótt. Þetta var sjötti sigur Pelíkananna í röð og Davis hefur verið stórkostlegur í sigurgöngunni. Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix en það kom ekki í veg fyrir tíunda tapið í röð.Paul George skoraði 26 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 112-105 sigur á Orlando Magic og bætti upp fyrir mjög slaka frammistöðu í leiknum á undan. Steven Adams var með 16 stig og aðeins lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook. Westbrook var með 8 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.Brandon Ingram skoraði 21 stig og tók 10 fráköst og alls skoruðu níu leikmenn Los Angeles Lakers tíu stig eða meira í 123-1ö4 sigri liðsins á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers-liðsins í röð. Julius Randle var með 19 stig og 10 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 100-118 Utah Jazz - Houston Rockets 85-96 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-103 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 125-116 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 112-105 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 104-123 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 109-98 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 104-87 New York Knicks - Golden State Warriors 111-125 Toronto Raptors - Detroit Pistons 123-94
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira