Lykill að velgengni Norðmanna á ÓL: „Engir skíthælar leyfðir“ 27. febrúar 2018 10:30 Það var gaman hjá Norðmönnum á ÓL. Hér er sú sigursælasta í sögunni, Marit Björgen, borin á hástól eftir að hún landaði gulli í síðustu grein leikanna. Vísir/Getty Ef þú ert leiðinlegur eða með einhverja stjörnustæla þá er ekki pláss fyrir þig í hópi afreksfólks Norðmanna. Þetta segir einn besti skíðamaður norsku þjóðarinnar og verðlaunahafi á Ólympíuleikunnm í Pyeongchang. Norðmenn áttu frábæra Ólympíuleika þar sem þeir unnu 39 verðlaun þar af fjórtán gullverðlaun. Aldrei áður hefur ein þjóð unnið jafnmörg verðlaun á einum leikum. Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár þar sem Norðurmenn vinna flest gullverðlaun á leikunum en þeir unnu þrettán gull í Salt Lake City 2002. 39 verðlaun Norðmanna skiptust þannig: 14 í skíðagöngu (7 gull, 4 silfur, 3 brons), 7 í alpagreinum (1 gull, 4 silfur, 2 brons), 6 í skíðaskotfimi (1 gull, 3 silfur, 2 brons), 5 í skíðastökki (2 gull, 1 silfur, 2 brons), 4 í skautahlaupi (2 gull, 1 silfur, 1 brons), 1 gull í skíðafimi, 1 silfur í norrænni tvíkeppni og 1 brons í krullu. Norðmenn leggja til tæpa tvo milljarða íslenskra króna til íþróttafólks síns á ári hverju sem er minna en helmingur af því sem vetrarólympíuleikarnir kostuðu sem dæmi skattborgara Bretlands. BBC segir frá þessu og forvitnaðist aðeins meira um afrek Norðmanna í Pyeongchang.Norway topped so many podiums at the Winter Olympics, they ran out of commemorative shoes! The best #Pyeongchang2018 stats: https://t.co/zAUZhrMONPpic.twitter.com/23ALE50aam — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2018 Samkvæmt frétt BBC þá fær norska íþróttafólkið ekki verðlaunafé eða bónusa fyrir að vinna verðlaun á Ólympíuleikum en hluti þeirra vinnur fyrir sér sem píparar, smiðir og kennarar eins og segir í greininni. Íþróttafólkið hefur þó fengið sérstaka gullskó fyrir að komast á verðlaunapallinn en þessir skór kláruðust í Pyeongchang. Norðmenn voru eiginlega að vinna of mörg verðlaun þótt enginn sé að kvarta á þeim bænum. Í frétt BBC kemur fram að skíðafólkið æfir saman í 250 daga á ári, þau spila saman og halda sameiginleg taco kvöld. Kjetil Jansrud sem vann brons í stórsvigi á ÓL 2018 sagði blaðmanni BBC að „engir skíthælar“ væru leyfðir í liðinu. Það væri lykilatriði í því að búa til góðan liðsanda.Interesting read into Norway’s mentality towards elite sport and their focus on valuing people, not just results. I particularly enjoy the “no jerks allowed” attitude.. https://t.co/xkXrjIza6o — Lizzie Simmonds (@LizzieSimmonds1) February 26, 2018 Tore Ovrebo, yfirmaður Ólympíuliðs Norðmanna, fagnar snjónum heima í Noregi og segir hann lykilinn að árangrinum. Þetta snúist samt alltaf um að hafa gaman af öllu saman. „Verðlaunalistinn er eitt en hann skiptir ekki öllu. Mikilvægast er að við höfðum gaman allan tímann og það að við séum öll vinir og að við verðum áfram öll vinir,“ sagði Tore Ovrebo.International News “No jerks!”: The secret to ‘little’ Norway’s most-medals-at-the-Olympics triumph Famous for its mountains, fjords and rugged beards, Norway gave the world the Vikings and A-ha — and for good measure it even invented the cheese slicer https://t.co/mTT2cCXULapic.twitter.com/5F5kQaFx6n — BedfordEdenvaleNews (@BedfordEdenvale) February 27, 2018Norðmenn og sæti á verðlaunalistanum á þessari öld: ÓL 2018: 1. sæti (39 verðlaun - 14-14-11) ÓL 2014: 2. sæti (26 verðlaun - 11-5-10) ÓL 2010: 4. sæti (23 verðlaun - 9-8-6) ÓL 2006: 13. sæti (19 verðlaun - 2-8-9) ÓL 2002: 1. sæti (25 verðlaun - 13-5-7) Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Ef þú ert leiðinlegur eða með einhverja stjörnustæla þá er ekki pláss fyrir þig í hópi afreksfólks Norðmanna. Þetta segir einn besti skíðamaður norsku þjóðarinnar og verðlaunahafi á Ólympíuleikunnm í Pyeongchang. Norðmenn áttu frábæra Ólympíuleika þar sem þeir unnu 39 verðlaun þar af fjórtán gullverðlaun. Aldrei áður hefur ein þjóð unnið jafnmörg verðlaun á einum leikum. Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár þar sem Norðurmenn vinna flest gullverðlaun á leikunum en þeir unnu þrettán gull í Salt Lake City 2002. 39 verðlaun Norðmanna skiptust þannig: 14 í skíðagöngu (7 gull, 4 silfur, 3 brons), 7 í alpagreinum (1 gull, 4 silfur, 2 brons), 6 í skíðaskotfimi (1 gull, 3 silfur, 2 brons), 5 í skíðastökki (2 gull, 1 silfur, 2 brons), 4 í skautahlaupi (2 gull, 1 silfur, 1 brons), 1 gull í skíðafimi, 1 silfur í norrænni tvíkeppni og 1 brons í krullu. Norðmenn leggja til tæpa tvo milljarða íslenskra króna til íþróttafólks síns á ári hverju sem er minna en helmingur af því sem vetrarólympíuleikarnir kostuðu sem dæmi skattborgara Bretlands. BBC segir frá þessu og forvitnaðist aðeins meira um afrek Norðmanna í Pyeongchang.Norway topped so many podiums at the Winter Olympics, they ran out of commemorative shoes! The best #Pyeongchang2018 stats: https://t.co/zAUZhrMONPpic.twitter.com/23ALE50aam — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2018 Samkvæmt frétt BBC þá fær norska íþróttafólkið ekki verðlaunafé eða bónusa fyrir að vinna verðlaun á Ólympíuleikum en hluti þeirra vinnur fyrir sér sem píparar, smiðir og kennarar eins og segir í greininni. Íþróttafólkið hefur þó fengið sérstaka gullskó fyrir að komast á verðlaunapallinn en þessir skór kláruðust í Pyeongchang. Norðmenn voru eiginlega að vinna of mörg verðlaun þótt enginn sé að kvarta á þeim bænum. Í frétt BBC kemur fram að skíðafólkið æfir saman í 250 daga á ári, þau spila saman og halda sameiginleg taco kvöld. Kjetil Jansrud sem vann brons í stórsvigi á ÓL 2018 sagði blaðmanni BBC að „engir skíthælar“ væru leyfðir í liðinu. Það væri lykilatriði í því að búa til góðan liðsanda.Interesting read into Norway’s mentality towards elite sport and their focus on valuing people, not just results. I particularly enjoy the “no jerks allowed” attitude.. https://t.co/xkXrjIza6o — Lizzie Simmonds (@LizzieSimmonds1) February 26, 2018 Tore Ovrebo, yfirmaður Ólympíuliðs Norðmanna, fagnar snjónum heima í Noregi og segir hann lykilinn að árangrinum. Þetta snúist samt alltaf um að hafa gaman af öllu saman. „Verðlaunalistinn er eitt en hann skiptir ekki öllu. Mikilvægast er að við höfðum gaman allan tímann og það að við séum öll vinir og að við verðum áfram öll vinir,“ sagði Tore Ovrebo.International News “No jerks!”: The secret to ‘little’ Norway’s most-medals-at-the-Olympics triumph Famous for its mountains, fjords and rugged beards, Norway gave the world the Vikings and A-ha — and for good measure it even invented the cheese slicer https://t.co/mTT2cCXULapic.twitter.com/5F5kQaFx6n — BedfordEdenvaleNews (@BedfordEdenvale) February 27, 2018Norðmenn og sæti á verðlaunalistanum á þessari öld: ÓL 2018: 1. sæti (39 verðlaun - 14-14-11) ÓL 2014: 2. sæti (26 verðlaun - 11-5-10) ÓL 2010: 4. sæti (23 verðlaun - 9-8-6) ÓL 2006: 13. sæti (19 verðlaun - 2-8-9) ÓL 2002: 1. sæti (25 verðlaun - 13-5-7)
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti