Tók vitlausa beygju og missti af verðlaunum á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 13:00 Teresa Stadlober er hér á undan Marit Björgen. Vísir/Getty Austurríska skíðagöngukonan Teresa Stadlober var í fínni stöðu í 30 kílómetra göngunni á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þetta var síðasta grein leikanna. Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr — Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018 Það má segja að þessi vitlausa beygja hafi kostað hana verðlaunasæti en verðlaunin tóku Marit Björgen frá Noregi (gull), Krista Pärmäkoski frá Finnlandi (silfur) og Stina Nilsson frá Svíþjóð (brons). „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press. Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7 — SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018 „Ég er bara mjög leið og vonsvikin að þetta hafi gerst því ég fann mig mjög vel. Formið mitt var gott og ég vissi að ég ætti fína möguleika. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að berjast um verðlaun,“ sagði Teresa Stadlober en faðir hennar gat lítið annað en faðmað hana þegar hún kom í mark. „Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.Ein og yfirgefin.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Austurríska skíðagöngukonan Teresa Stadlober var í fínni stöðu í 30 kílómetra göngunni á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þetta var síðasta grein leikanna. Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr — Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018 Það má segja að þessi vitlausa beygja hafi kostað hana verðlaunasæti en verðlaunin tóku Marit Björgen frá Noregi (gull), Krista Pärmäkoski frá Finnlandi (silfur) og Stina Nilsson frá Svíþjóð (brons). „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press. Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7 — SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018 „Ég er bara mjög leið og vonsvikin að þetta hafi gerst því ég fann mig mjög vel. Formið mitt var gott og ég vissi að ég ætti fína möguleika. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að berjast um verðlaun,“ sagði Teresa Stadlober en faðir hennar gat lítið annað en faðmað hana þegar hún kom í mark. „Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.Ein og yfirgefin.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira