Tók vitlausa beygju og missti af verðlaunum á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 13:00 Teresa Stadlober er hér á undan Marit Björgen. Vísir/Getty Austurríska skíðagöngukonan Teresa Stadlober var í fínni stöðu í 30 kílómetra göngunni á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þetta var síðasta grein leikanna. Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr — Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018 Það má segja að þessi vitlausa beygja hafi kostað hana verðlaunasæti en verðlaunin tóku Marit Björgen frá Noregi (gull), Krista Pärmäkoski frá Finnlandi (silfur) og Stina Nilsson frá Svíþjóð (brons). „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press. Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7 — SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018 „Ég er bara mjög leið og vonsvikin að þetta hafi gerst því ég fann mig mjög vel. Formið mitt var gott og ég vissi að ég ætti fína möguleika. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að berjast um verðlaun,“ sagði Teresa Stadlober en faðir hennar gat lítið annað en faðmað hana þegar hún kom í mark. „Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.Ein og yfirgefin.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Austurríska skíðagöngukonan Teresa Stadlober var í fínni stöðu í 30 kílómetra göngunni á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en þetta var síðasta grein leikanna. Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr — Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018 Það má segja að þessi vitlausa beygja hafi kostað hana verðlaunasæti en verðlaunin tóku Marit Björgen frá Noregi (gull), Krista Pärmäkoski frá Finnlandi (silfur) og Stina Nilsson frá Svíþjóð (brons). „Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press. Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7 — SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018 „Ég er bara mjög leið og vonsvikin að þetta hafi gerst því ég fann mig mjög vel. Formið mitt var gott og ég vissi að ég ætti fína möguleika. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að berjast um verðlaun,“ sagði Teresa Stadlober en faðir hennar gat lítið annað en faðmað hana þegar hún kom í mark. „Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.Ein og yfirgefin.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira