Norðmenn banna sigurvegara fyrir 13 ára aldur og það er greinilega að ganga upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 12:00 Ingvild Flugstad Oestberg, Astrid Uhrenholdt Jacobsen, Ragnhild Haga og Marit Björgen með gullverðlaun sín í boðgöngu. Vísir/Getty Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira