NFL-deildin ætlar í mál við hinn umdeilda eiganda Dallas Cowboys, Jerry Jones, og vill fá 2 milljónir dollara eða rúmlega 200 milljónir króna frá Jones.
Jones hefur ekki verið mjög samvinnuþýður við deildina síðasta árið og NFL-deildin vill fá peninga þar sem Jones fór í mál til þess að reyna að hnekkja leikbanni hlauparans Ezekiel Elliott og svo reyndi hann einnig að stöðva að deildin gerði nýjan samning við yfirmanninn, Roger Goodell.
NFL-deildin vill að Jones greiði allan lögfræðikostnað sem hefur fallið á þá vegna þessara mála. Skiptir engu þó Jones hafi ekki farið með málið gegn Goodell alla leið. Það þurfti samt að grípa til varna og eyða peningum í það mál.
Það er ískalt á milli þeirra Jones og Goodell og verður það klárlega áfram.
