Heimsótti Messi og þeir fóru saman yfir Íslandsleikinn og HM-plönin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 09:30 Lionel Messi fagnar marki með Barcelona um síðustu helgi. Vísir/Getty Flestir Íslendingar eru orðnir mjög spenntir fyrir fyrsta leik íslenska fótboltalandsliðsins í úrslitakeppni HM sem verður á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu 16. júní næstkomandi. Forseti argentínska sambandsins er líka orðinn mjög spenntur. Claudio Tapia, forseti argentínska sambandins, mætti til Barcelona í þessari viku og heimsótti landsliðsfyrirliðann Lionel Messi. Messi bauð Tapia heim til sína og þar fóru þeir saman yfir Íslandsleikinn og öll HM-plönin. Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá í framlengdum úrslitaleik á móti Þýskalandi. Þeir urðu síðast heimsmeistarar 1986 en töpuðu úrslitaleiknum líka árið 1990. Claudio Tapia lét heiminn vita af fundinum með því að birta mynd af þeim félögum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Una linda mañana de charla, mates y unos regalitos para el capitán de nuestra selección @argentina#messi @TeamMessipic.twitter.com/XMBw17RwVe — Chiqui Tapia (@tapiachiqui) February 26, 2018 Undirbúningur Argentínska landsliðsins fer í gegnum Barcelona því argentínska landsliðið mun eyða átta dögum í Katalóníu, frá 1. til 8. júní, áður en liðið flýgur áfram til Rússlands. Liðið mun væntanlega spilað vináttulandsleik við landslið Katalóníu á þessari viku sinni í Barcelona. Claudio Tapia hitti einnig Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í ferð sinni yfir Atlantshafið. Tapia hefur væntanlega reynt að pressa á það að Lionel Messi fái meiri hvíld á lokakafla tímabilsins en það er mikilvægt fyrir argentínska landsliðið að Messi mæti frískur inn á HM í sumar. Lionel Messi hefur skorað 22 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 25 leikjum í spænsku deildinni en þar er Barcelona með sjö stiga forskot á Atletico Madrid. Vinni Barcelona Atletico Madrid á sunndaginn þá ætti titilinn að vera svo gott sem tryggður. Það ætti að gefa Barcelona fínt tækifæri til að hvíla Messi í síðustu deildarleikjum tímabilsins en þeir þurfa á honum að halda í hinum keppnunum eins og Meisataradeildinni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrri leik 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Flestir Íslendingar eru orðnir mjög spenntir fyrir fyrsta leik íslenska fótboltalandsliðsins í úrslitakeppni HM sem verður á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu 16. júní næstkomandi. Forseti argentínska sambandsins er líka orðinn mjög spenntur. Claudio Tapia, forseti argentínska sambandins, mætti til Barcelona í þessari viku og heimsótti landsliðsfyrirliðann Lionel Messi. Messi bauð Tapia heim til sína og þar fóru þeir saman yfir Íslandsleikinn og öll HM-plönin. Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá í framlengdum úrslitaleik á móti Þýskalandi. Þeir urðu síðast heimsmeistarar 1986 en töpuðu úrslitaleiknum líka árið 1990. Claudio Tapia lét heiminn vita af fundinum með því að birta mynd af þeim félögum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Una linda mañana de charla, mates y unos regalitos para el capitán de nuestra selección @argentina#messi @TeamMessipic.twitter.com/XMBw17RwVe — Chiqui Tapia (@tapiachiqui) February 26, 2018 Undirbúningur Argentínska landsliðsins fer í gegnum Barcelona því argentínska landsliðið mun eyða átta dögum í Katalóníu, frá 1. til 8. júní, áður en liðið flýgur áfram til Rússlands. Liðið mun væntanlega spilað vináttulandsleik við landslið Katalóníu á þessari viku sinni í Barcelona. Claudio Tapia hitti einnig Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í ferð sinni yfir Atlantshafið. Tapia hefur væntanlega reynt að pressa á það að Lionel Messi fái meiri hvíld á lokakafla tímabilsins en það er mikilvægt fyrir argentínska landsliðið að Messi mæti frískur inn á HM í sumar. Lionel Messi hefur skorað 22 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 25 leikjum í spænsku deildinni en þar er Barcelona með sjö stiga forskot á Atletico Madrid. Vinni Barcelona Atletico Madrid á sunndaginn þá ætti titilinn að vera svo gott sem tryggður. Það ætti að gefa Barcelona fínt tækifæri til að hvíla Messi í síðustu deildarleikjum tímabilsins en þeir þurfa á honum að halda í hinum keppnunum eins og Meisataradeildinni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrri leik 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira