Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2018 15:23 Beðið hefur verið eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð til íbúa í Ghouta. Vísir/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að uppreisnarmenn í Ghouta í Sýrlandi stöðvi neyðaraðstoð og flutning á fólki sem vill yfirgefa svæðið. Rússar ætla að halda áfram að styðja stjórnarher Sýrlands í baráttunni gegn uppreisnarmönnum sem þeir kalla „hryðjuverkamenn“. Hundruð manna hafa fallið í loftárásum á austurhluta Ghouta undanfarna ellefu daga. Það er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus.Reuters-fréttastofan segir að Lavrov hafi sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf að uppreisnarmenn haldi áfram að láta sprengjum rigna yfir Damaskus og þeir komi í veg fyrir að þeir sem eru fastir á yfirráðasvæði þeirra fái aðstoð eða að yfirgefa það. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi um helgina. Hún nær hins vegar ekki til vopnaðra hópa sem eru á hryðjuverkalista SÞ. Stjórnvöld í Sýrlandi og Rússlandi segja að þessir hópar séu skotmark þeirra. Rússar hafa lagt til fimm klukkustunda vopnahlé á dag til að leyfa óbreytturum borgurum að hafa sig á brott og svo hægt verði að koma neyðargögnum inn á svæðið. Það fyrsta fór út um þúfur í gær. Rússar og Sýrlandsstjórn sökuðu uppreisnarmennina um að hafa rofið það með sprengingum en þeir síðarnefndu neita því. Sýrland Tengdar fréttir Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að uppreisnarmenn í Ghouta í Sýrlandi stöðvi neyðaraðstoð og flutning á fólki sem vill yfirgefa svæðið. Rússar ætla að halda áfram að styðja stjórnarher Sýrlands í baráttunni gegn uppreisnarmönnum sem þeir kalla „hryðjuverkamenn“. Hundruð manna hafa fallið í loftárásum á austurhluta Ghouta undanfarna ellefu daga. Það er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus.Reuters-fréttastofan segir að Lavrov hafi sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf að uppreisnarmenn haldi áfram að láta sprengjum rigna yfir Damaskus og þeir komi í veg fyrir að þeir sem eru fastir á yfirráðasvæði þeirra fái aðstoð eða að yfirgefa það. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi um helgina. Hún nær hins vegar ekki til vopnaðra hópa sem eru á hryðjuverkalista SÞ. Stjórnvöld í Sýrlandi og Rússlandi segja að þessir hópar séu skotmark þeirra. Rússar hafa lagt til fimm klukkustunda vopnahlé á dag til að leyfa óbreytturum borgurum að hafa sig á brott og svo hægt verði að koma neyðargögnum inn á svæðið. Það fyrsta fór út um þúfur í gær. Rússar og Sýrlandsstjórn sökuðu uppreisnarmennina um að hafa rofið það með sprengingum en þeir síðarnefndu neita því.
Sýrland Tengdar fréttir Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49