Stór verslunarkeðja hættir sölu á hríðskotabyssum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 18:53 Margir kannast við þetta nafn. Vísir/Getty Ein stærsta íþrótta- og tómstundavöruverslunarkeðja Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta alfarið sölu á hríðskotabyssum. Þá mun verslunarkeðjan einnig styðja umbætur á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Dick's Sporting Goods rekur alls um 600 verslanir víðs vegar um Bandaríkin og er nýjasta fyrirtækið sem verður við kröfum um að hætta sölu á hríðskotabyssum, líkt og þeirri sem notuð var í Parkland í Flórída fyrr í mánuðinum þar sem 17 voru myrtir. Ýmis stórfyrirtæki hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar skotárásarinnar, þar á meðal flugfélögin Delta og United Airlines. Forsvarsmenn Dick's Sporting Goods hafa skuldbundið sig til þess að hætta að selja hríðskotabyssur í öllum verslunum keðjunnar. Fyrirtækið hafði hætt sölu á slíkum byssum eftir skotárásina í Sandy Hook árið 2012. Slíkar byssur voru þó enn til sölu í 35 verslunum dótturfyrirtækis keðjunnar en munu ekki lengur vera til sölu þar. Þá mun verslunarkeðjan hætta sölu á sérstökum magasínum sem gera það mögulegt að skjóta fleiri skotum úr byssunum á skemmri tíma auk þess sem enginn undir 21 árs aldri mun geta keypt skotvopn í verslunum keðjunnar. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ein stærsta íþrótta- og tómstundavöruverslunarkeðja Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta alfarið sölu á hríðskotabyssum. Þá mun verslunarkeðjan einnig styðja umbætur á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Dick's Sporting Goods rekur alls um 600 verslanir víðs vegar um Bandaríkin og er nýjasta fyrirtækið sem verður við kröfum um að hætta sölu á hríðskotabyssum, líkt og þeirri sem notuð var í Parkland í Flórída fyrr í mánuðinum þar sem 17 voru myrtir. Ýmis stórfyrirtæki hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar skotárásarinnar, þar á meðal flugfélögin Delta og United Airlines. Forsvarsmenn Dick's Sporting Goods hafa skuldbundið sig til þess að hætta að selja hríðskotabyssur í öllum verslunum keðjunnar. Fyrirtækið hafði hætt sölu á slíkum byssum eftir skotárásina í Sandy Hook árið 2012. Slíkar byssur voru þó enn til sölu í 35 verslunum dótturfyrirtækis keðjunnar en munu ekki lengur vera til sölu þar. Þá mun verslunarkeðjan hætta sölu á sérstökum magasínum sem gera það mögulegt að skjóta fleiri skotum úr byssunum á skemmri tíma auk þess sem enginn undir 21 árs aldri mun geta keypt skotvopn í verslunum keðjunnar.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41