Breytingar á keppnum UEFA gætu skilað íslensku félögunum meiri pening Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 20:00 Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira