Körfuboltakvöld: Fannar hneykslaður á sprittnotkun leikmanna KR Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. febrúar 2018 13:00 Domino's körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gær. Kjartan Atli Kjartanasson stýrði umræðunni að vanda en honum til aðstoðar voru reynsluboltarnir Teitur Örlygsson og Fannar Ólafsson. Sem fyrr voru það ekki bara tilþrifin sem leikmenn sýndu á vellinum sem voru rædd, en skemmtilegt atvik náðist á myndband á hliðarlínu KR eftir leik, þegar að einn aðstoðarmanna liðsins sá til þess að allir leikmennirnir fengu nóg af spritti til að setja á hendurnar. Óhætt er að segja að Fannar hafi ekki verið hrifinn af þessari sprittnotkun KR liðsins og gaf hann lítið fyrir mikilvægi slíks hreinlætis í baráttunni gegn flensufaraldrinum sem strítt hefur landsmönnum síðustu vikur. „Guð minn góður, eruð þið að djóka í mér.Í alvöru talað, hættið þessu,“ sagði Fannar og leyndi hann því ekki hversu hneykslaður hann var. Fannar hélt „rantinu“ sínu áfram og gerði mikið grín af þessu uppátæki síns fyrrum liðs. „Þú verður að fá þetta drasl (sýklana) í þig til þess að fá mótefni í líkamann. Ég notaði ekki neitt spritt, var bara úti í moldinni og varð ekkkert veikur.“ Hermann Hauksson, annar sérfræðingur Körfuboltakvölds, gat í hið minnsta notað sprittið sem afsökun fyrir misheppnuðu skoti sínu frá miðju KR vallarins, sem hann tók í hálfleik.Boltinn var allur útí spritti og þess vegna hitti ég ekki miðju skotinu #dominos365 — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) February 9, 2018 Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Domino's körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gær. Kjartan Atli Kjartanasson stýrði umræðunni að vanda en honum til aðstoðar voru reynsluboltarnir Teitur Örlygsson og Fannar Ólafsson. Sem fyrr voru það ekki bara tilþrifin sem leikmenn sýndu á vellinum sem voru rædd, en skemmtilegt atvik náðist á myndband á hliðarlínu KR eftir leik, þegar að einn aðstoðarmanna liðsins sá til þess að allir leikmennirnir fengu nóg af spritti til að setja á hendurnar. Óhætt er að segja að Fannar hafi ekki verið hrifinn af þessari sprittnotkun KR liðsins og gaf hann lítið fyrir mikilvægi slíks hreinlætis í baráttunni gegn flensufaraldrinum sem strítt hefur landsmönnum síðustu vikur. „Guð minn góður, eruð þið að djóka í mér.Í alvöru talað, hættið þessu,“ sagði Fannar og leyndi hann því ekki hversu hneykslaður hann var. Fannar hélt „rantinu“ sínu áfram og gerði mikið grín af þessu uppátæki síns fyrrum liðs. „Þú verður að fá þetta drasl (sýklana) í þig til þess að fá mótefni í líkamann. Ég notaði ekki neitt spritt, var bara úti í moldinni og varð ekkkert veikur.“ Hermann Hauksson, annar sérfræðingur Körfuboltakvölds, gat í hið minnsta notað sprittið sem afsökun fyrir misheppnuðu skoti sínu frá miðju KR vallarins, sem hann tók í hálfleik.Boltinn var allur útí spritti og þess vegna hitti ég ekki miðju skotinu #dominos365 — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) February 9, 2018 Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira