Grettur stráksins stálu senunni þegar pabbi hans var í viðtali í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 11:30 Paul Pierce og fjölskylda horfa á treyju hans fara upp í rjáfur. Vísir/Getty Paul Pierce var heiðraður á leik Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Það fór ekki vel fyrir Boston liðinu í leiknum en áhorfendur biðu allt til leiksloka því allir vildu hylla Paul Pierce. Eftir leikinn var búningur Pierce nefnilega hengdur upp í rjáfur í TD Garden í Boston með viðhöfn og enginn mun hér eftir geta spilað í treyju númer 34 hjá Boston Celtics. Paul Pierce lék í fimmtán ár með Boston Celtics frá 1998 til 2013 og vann NBA-titilinn með félaginu 2008. Hann er annars stigahæsti og þriðji leikjahæsti leikmaður Boston Celtics frá upphafi. Paul Pierce var í sviðsljósinu allan leikinn. Myndbönd af honum voru spiluð á stóra skjánum í húsinu og áhorfendur létu vel í sér heyra þegar hann sjálfur birtist á skjánum þar sem hann sat á fremsta bekk. Paul Pierce mætti með alla fjölskyldu sína á leikinn og þar á meðal var sonur hans Prince. Prince sat meðal annars í fangi pabba sína þegar hann var tekinn í viðtal á ESPN í miðjum leik. Það er óhætt að segja að Prince hafi stolið senunni eins og sést hér fyrir neðan.Paul Pierce's son Prince is the real star of this show. pic.twitter.com/ZVsD2TRTzT — ESPN (@espn) February 11, 2018 Paul Pierce er aðeins einn af þremur leikmönnum sem hafa náð að skora 20 þúsund stig fyrir Boston Celtics en hinir eru þeir Larry Bird og John Havlicek. Enginn leikmaður Boston hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur. Pierce spilaði fjögur síðustu tímabilin á ferlin með öðrum félögum en 17. júlí 2017 gerði han eins dags samning við Boston Celtics sem gerði það að verkum að hann gat lagt skóna á hilluna sem leikmaður Boston. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Paul Pierce var heiðraður á leik Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Það fór ekki vel fyrir Boston liðinu í leiknum en áhorfendur biðu allt til leiksloka því allir vildu hylla Paul Pierce. Eftir leikinn var búningur Pierce nefnilega hengdur upp í rjáfur í TD Garden í Boston með viðhöfn og enginn mun hér eftir geta spilað í treyju númer 34 hjá Boston Celtics. Paul Pierce lék í fimmtán ár með Boston Celtics frá 1998 til 2013 og vann NBA-titilinn með félaginu 2008. Hann er annars stigahæsti og þriðji leikjahæsti leikmaður Boston Celtics frá upphafi. Paul Pierce var í sviðsljósinu allan leikinn. Myndbönd af honum voru spiluð á stóra skjánum í húsinu og áhorfendur létu vel í sér heyra þegar hann sjálfur birtist á skjánum þar sem hann sat á fremsta bekk. Paul Pierce mætti með alla fjölskyldu sína á leikinn og þar á meðal var sonur hans Prince. Prince sat meðal annars í fangi pabba sína þegar hann var tekinn í viðtal á ESPN í miðjum leik. Það er óhætt að segja að Prince hafi stolið senunni eins og sést hér fyrir neðan.Paul Pierce's son Prince is the real star of this show. pic.twitter.com/ZVsD2TRTzT — ESPN (@espn) February 11, 2018 Paul Pierce er aðeins einn af þremur leikmönnum sem hafa náð að skora 20 þúsund stig fyrir Boston Celtics en hinir eru þeir Larry Bird og John Havlicek. Enginn leikmaður Boston hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur. Pierce spilaði fjögur síðustu tímabilin á ferlin með öðrum félögum en 17. júlí 2017 gerði han eins dags samning við Boston Celtics sem gerði það að verkum að hann gat lagt skóna á hilluna sem leikmaður Boston.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira