Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:02 Frá einni af starfsstöð Oxfam á Haítí árið 2011. vísir/getty Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. Vísir fjallaði fyrr í dag ítarlega um málið en skandallinn snýr meðal annars að kaupum starfsmanna Oxfam á vændi á Haítí þegar þeir voru þar að störfum fyrir samtökin eftir jarðskjálftann 2010. Er meðal annars talið að starfsmennirnir hafi nýtt sér barnungar stúlkur en vændi er ólöglegt á Haítí. Að því er segir í frétt Guardian er ekki aðeins um að ræða atvik á Haítí heldur einnig í Chad. Lawrence var yfir alþjóðlegum verkefnum Oxfam þegar fregnir bárust til stjórnenda um óviðeigandi hegðun starfsmanna samtakanna í löndunum tveimur en ekki var brugðist við á viðeigandi hátt. Þannig bárust tilkynningar um Roland van Hauwermeiren, svæðisstjóra Oxfam á Haítí, til samtakanna á meðan hann starfaði í Chad og áður en hann fór til starfa á Haítí. Stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, segir að Lawrence hafi fundist sem skandallinn hafi orðið á hennar vakt og hún taki ábyrgð. „Fleiri sögur hafa borist um helgina sem gefa til kynna að fólk hafi tilkynnt um hvað var í gangi á Haítí og í Chad án þess að brugðist hafi verið við á þeim tíma,“ segir Goldring. Uppsögn Lawrence kom eftir fund stjórnenda Oxfam með Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, vegna skandalsins en samtökin fá milljarða á ári í fjárframlög frá ríkinu. Hefur ráðherrann varað samtökin við því að þau fái ekki frekari fjárframlög bregðist þau ekki rétt við nú. Haítí Mið-Ameríka Tjad Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. Vísir fjallaði fyrr í dag ítarlega um málið en skandallinn snýr meðal annars að kaupum starfsmanna Oxfam á vændi á Haítí þegar þeir voru þar að störfum fyrir samtökin eftir jarðskjálftann 2010. Er meðal annars talið að starfsmennirnir hafi nýtt sér barnungar stúlkur en vændi er ólöglegt á Haítí. Að því er segir í frétt Guardian er ekki aðeins um að ræða atvik á Haítí heldur einnig í Chad. Lawrence var yfir alþjóðlegum verkefnum Oxfam þegar fregnir bárust til stjórnenda um óviðeigandi hegðun starfsmanna samtakanna í löndunum tveimur en ekki var brugðist við á viðeigandi hátt. Þannig bárust tilkynningar um Roland van Hauwermeiren, svæðisstjóra Oxfam á Haítí, til samtakanna á meðan hann starfaði í Chad og áður en hann fór til starfa á Haítí. Stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, segir að Lawrence hafi fundist sem skandallinn hafi orðið á hennar vakt og hún taki ábyrgð. „Fleiri sögur hafa borist um helgina sem gefa til kynna að fólk hafi tilkynnt um hvað var í gangi á Haítí og í Chad án þess að brugðist hafi verið við á þeim tíma,“ segir Goldring. Uppsögn Lawrence kom eftir fund stjórnenda Oxfam með Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, vegna skandalsins en samtökin fá milljarða á ári í fjárframlög frá ríkinu. Hefur ráðherrann varað samtökin við því að þau fái ekki frekari fjárframlög bregðist þau ekki rétt við nú.
Haítí Mið-Ameríka Tjad Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15