Ástandið aldrei verið eldfimara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2018 08:15 Stríðið í Sýrlandi er langvarandi og hefur ástandið jafnvel aldrei verið verra. Visir/afp Aukinn hiti hefur færst í stríðið í Sýrlandi. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í gær stríðandi fylkingar til stillingar. Þannig væri best að koma í veg fyrir að ástandið versni. „Versnandi ástand um allt Sýrland, meðal annars atburðir helgarinnar á landamærunum við Ísrael, veldur okkur miklum áhyggjum. Þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar,“ sagði talsmaðurinn og biðlaði til stríðandi fylkinga um að forðast aðgerðir sem gætu framlengt þjáningar sýrlenskra borgara. Talsmaðurinn vísaði þar til átaka á milli Ísraela og Írana sem kviknuðu er Ísraelar skutu niður íranskan dróna í lofthelgi þeirra. Í kjölfarið grandaði íranska loftvarnakerfið ísraelskri flugvél. Þá gerðu Ísraelar mikla loftárás á írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi, 122 talsins. Sagði ísraelski herinn að tekist hefði að eyðileggja um helming loftvarnakerfis sýrlenska stjórnarhersins. Sex fórust. Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, sagði við CNN í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að íranski dróninn væri byggður á bandarískri fyrirmynd sem Íranar hefðu komið höndum yfir fyrir sex árum. Því hafnaði Bahram Qassemi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, og sagði ummælin „of fáránleg til að vera svaraverð“.Erdogan firrar sig ábyrgð Um 700 kílómetrum norðar er bærinn Manbij, nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar geisa önnur átök. Tyrkneski herinn vill taka bæinn af hersveitum sýrlenskra Kúrda (YPG). Bandaríkjamenn styðja Kúrdana hins vegar og eru bandarískir hermenn staðsettir í Manbij. Viðræður í síðustu viku skiluðu litlu. Þá á eftir að koma í ljós hvort sömu sögu verði að segja um heimsókn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Tyrklands í þessari viku. „Þetta er það sem við höfum að segja við bandamenn okkar. Ekki stilla ykkur upp á milli okkar og hryðjuverkasamtaka. Þá verða afleiðingarnar ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrkjaforseti í janúar. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hins vegar ekki hafa áforma að kalla hermenn frá Manbij. Í síðustu viku heimsóttu tveir bandarískir hershöfðingjar bæinn. Þykir það sýna að yfirvöld ætli að standa við orð sín. „Við munum ræða þetta mál þegar Tillerson kemur. Bandalag okkar er á viðkvæmum stað. Annaðhvort bætum við úr því eða það fjarar út,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir vopnahléi 6. febrúar hefur ástandið í Sýrlandi versnað. Þessu mati lýsti Ali al-Za'tari, erindreki SÞ í Sýrlandi, í gær. Einhverjar verstu orrustur frá því stríðið hófst geisuðu nú. „Fregnir hafa borist af hundruðum dauðsfalla almennra borgara, miklum fjölda á vergangi og eyðileggingu innviða á borð við sjúkrahús.“ Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Aukinn hiti hefur færst í stríðið í Sýrlandi. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í gær stríðandi fylkingar til stillingar. Þannig væri best að koma í veg fyrir að ástandið versni. „Versnandi ástand um allt Sýrland, meðal annars atburðir helgarinnar á landamærunum við Ísrael, veldur okkur miklum áhyggjum. Þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar,“ sagði talsmaðurinn og biðlaði til stríðandi fylkinga um að forðast aðgerðir sem gætu framlengt þjáningar sýrlenskra borgara. Talsmaðurinn vísaði þar til átaka á milli Ísraela og Írana sem kviknuðu er Ísraelar skutu niður íranskan dróna í lofthelgi þeirra. Í kjölfarið grandaði íranska loftvarnakerfið ísraelskri flugvél. Þá gerðu Ísraelar mikla loftárás á írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi, 122 talsins. Sagði ísraelski herinn að tekist hefði að eyðileggja um helming loftvarnakerfis sýrlenska stjórnarhersins. Sex fórust. Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, sagði við CNN í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að íranski dróninn væri byggður á bandarískri fyrirmynd sem Íranar hefðu komið höndum yfir fyrir sex árum. Því hafnaði Bahram Qassemi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, og sagði ummælin „of fáránleg til að vera svaraverð“.Erdogan firrar sig ábyrgð Um 700 kílómetrum norðar er bærinn Manbij, nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar geisa önnur átök. Tyrkneski herinn vill taka bæinn af hersveitum sýrlenskra Kúrda (YPG). Bandaríkjamenn styðja Kúrdana hins vegar og eru bandarískir hermenn staðsettir í Manbij. Viðræður í síðustu viku skiluðu litlu. Þá á eftir að koma í ljós hvort sömu sögu verði að segja um heimsókn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Tyrklands í þessari viku. „Þetta er það sem við höfum að segja við bandamenn okkar. Ekki stilla ykkur upp á milli okkar og hryðjuverkasamtaka. Þá verða afleiðingarnar ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrkjaforseti í janúar. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hins vegar ekki hafa áforma að kalla hermenn frá Manbij. Í síðustu viku heimsóttu tveir bandarískir hershöfðingjar bæinn. Þykir það sýna að yfirvöld ætli að standa við orð sín. „Við munum ræða þetta mál þegar Tillerson kemur. Bandalag okkar er á viðkvæmum stað. Annaðhvort bætum við úr því eða það fjarar út,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir vopnahléi 6. febrúar hefur ástandið í Sýrlandi versnað. Þessu mati lýsti Ali al-Za'tari, erindreki SÞ í Sýrlandi, í gær. Einhverjar verstu orrustur frá því stríðið hófst geisuðu nú. „Fregnir hafa borist af hundruðum dauðsfalla almennra borgara, miklum fjölda á vergangi og eyðileggingu innviða á borð við sjúkrahús.“
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45
Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55