Fylgjendur hennar meira en tífölduðust á nokkrum klukkutímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 13:45 Chloe Kim með Ólympíugullið sitt. Vísir/Getty Chloe Kim er ekki lengur bara efni í stórstjörnu því þessi sautján ára stelpa er þegar orðin ein af stærstu íþróttastjörnum heims eftir að hafa unnið Ólympíugullið í snjóbrettafimi í nótt. Henni hefur verið líkt við hinn magnaða Shaun White og það var aðeins aldurinn sem kom í veg fyrir að hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Nú er hún hinsvegar mætt og þegar búin að skrifa söguna sem yngsti gullverðlaunahafi kvenna á snjóbrettum. Chloe Kim er ekki aðeins skemmtilegur og afslappaður karakter heldur er hún einnig í sérflokki í sinni íþrótt og hún sýndi það heldur betur með yfirburðarsigri í hálfpípunni.Léttleikinn og gleðin er ávallt til staðar hjá þessari viðkunnalegu og glæsilegu íþróttakonu enda vinnur hún hug og hjörtu allra þar sem hún kemur. Vinsældir hennar tóku líka gríðarlegt stökk eftir sigur hennar í nótt. Það sést sem dæmi að hún tífaldaði fjölda fylgjenda sinn á Twitter á aðeins nokkrum klukktímum. Þeir fóru úr 15 þúsund í 150 þúsund en voru bara tíu þúsund fyrir leika. What does winning a gold medal mean? For @chloekimsnow her Twitter followers went up more than 10X in a couple hours (Less than 15,000 followers to more than 150,000). Started the Olympics with less than 10,000. pic.twitter.com/Z2jor8sT9O — Darren Rovell (@darrenrovell) February 13, 2018 Síðast þegar undirritaður athugaði Twitter reikning Chloe Kim þá voru fylgjendurnir orðnir 168 þúsund og fjölgar nú með hverri mínútunni sem líður. NBC er með sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikjunum í Bandaríkjunum og þar á bæ veðjuðu menn á Chloe Kim fyrir leikana. Það var ekki að ástæðulausu. The road to the Olympic Winter Games wasn’t easy, but I’m lucky to have this support system behind me. I can’t wait to represent the U.S. with my family there to cheer me on! Follow me and @SamsungMobileUS on our journey to PyeongChang! pic.twitter.com/d6BjRfJit0 — Chloe Kim (@chloekimsnow) February 9, 2018 Meðal annars var sett saman þetta myndband hér að ofan þar sem umfjöllunnarefnið er samband hennar og föður hennar sem fórnaði öllu svo stelpan gæti upplifað draum sinn á snjóbrettinu.Chloe KimVísir/Getty Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels Sjá meira
Chloe Kim er ekki lengur bara efni í stórstjörnu því þessi sautján ára stelpa er þegar orðin ein af stærstu íþróttastjörnum heims eftir að hafa unnið Ólympíugullið í snjóbrettafimi í nótt. Henni hefur verið líkt við hinn magnaða Shaun White og það var aðeins aldurinn sem kom í veg fyrir að hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Nú er hún hinsvegar mætt og þegar búin að skrifa söguna sem yngsti gullverðlaunahafi kvenna á snjóbrettum. Chloe Kim er ekki aðeins skemmtilegur og afslappaður karakter heldur er hún einnig í sérflokki í sinni íþrótt og hún sýndi það heldur betur með yfirburðarsigri í hálfpípunni.Léttleikinn og gleðin er ávallt til staðar hjá þessari viðkunnalegu og glæsilegu íþróttakonu enda vinnur hún hug og hjörtu allra þar sem hún kemur. Vinsældir hennar tóku líka gríðarlegt stökk eftir sigur hennar í nótt. Það sést sem dæmi að hún tífaldaði fjölda fylgjenda sinn á Twitter á aðeins nokkrum klukktímum. Þeir fóru úr 15 þúsund í 150 þúsund en voru bara tíu þúsund fyrir leika. What does winning a gold medal mean? For @chloekimsnow her Twitter followers went up more than 10X in a couple hours (Less than 15,000 followers to more than 150,000). Started the Olympics with less than 10,000. pic.twitter.com/Z2jor8sT9O — Darren Rovell (@darrenrovell) February 13, 2018 Síðast þegar undirritaður athugaði Twitter reikning Chloe Kim þá voru fylgjendurnir orðnir 168 þúsund og fjölgar nú með hverri mínútunni sem líður. NBC er með sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikjunum í Bandaríkjunum og þar á bæ veðjuðu menn á Chloe Kim fyrir leikana. Það var ekki að ástæðulausu. The road to the Olympic Winter Games wasn’t easy, but I’m lucky to have this support system behind me. I can’t wait to represent the U.S. with my family there to cheer me on! Follow me and @SamsungMobileUS on our journey to PyeongChang! pic.twitter.com/d6BjRfJit0 — Chloe Kim (@chloekimsnow) February 9, 2018 Meðal annars var sett saman þetta myndband hér að ofan þar sem umfjöllunnarefnið er samband hennar og föður hennar sem fórnaði öllu svo stelpan gæti upplifað draum sinn á snjóbrettinu.Chloe KimVísir/Getty
Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels Sjá meira