Fylgjendur hennar meira en tífölduðust á nokkrum klukkutímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 13:45 Chloe Kim með Ólympíugullið sitt. Vísir/Getty Chloe Kim er ekki lengur bara efni í stórstjörnu því þessi sautján ára stelpa er þegar orðin ein af stærstu íþróttastjörnum heims eftir að hafa unnið Ólympíugullið í snjóbrettafimi í nótt. Henni hefur verið líkt við hinn magnaða Shaun White og það var aðeins aldurinn sem kom í veg fyrir að hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Nú er hún hinsvegar mætt og þegar búin að skrifa söguna sem yngsti gullverðlaunahafi kvenna á snjóbrettum. Chloe Kim er ekki aðeins skemmtilegur og afslappaður karakter heldur er hún einnig í sérflokki í sinni íþrótt og hún sýndi það heldur betur með yfirburðarsigri í hálfpípunni.Léttleikinn og gleðin er ávallt til staðar hjá þessari viðkunnalegu og glæsilegu íþróttakonu enda vinnur hún hug og hjörtu allra þar sem hún kemur. Vinsældir hennar tóku líka gríðarlegt stökk eftir sigur hennar í nótt. Það sést sem dæmi að hún tífaldaði fjölda fylgjenda sinn á Twitter á aðeins nokkrum klukktímum. Þeir fóru úr 15 þúsund í 150 þúsund en voru bara tíu þúsund fyrir leika. What does winning a gold medal mean? For @chloekimsnow her Twitter followers went up more than 10X in a couple hours (Less than 15,000 followers to more than 150,000). Started the Olympics with less than 10,000. pic.twitter.com/Z2jor8sT9O — Darren Rovell (@darrenrovell) February 13, 2018 Síðast þegar undirritaður athugaði Twitter reikning Chloe Kim þá voru fylgjendurnir orðnir 168 þúsund og fjölgar nú með hverri mínútunni sem líður. NBC er með sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikjunum í Bandaríkjunum og þar á bæ veðjuðu menn á Chloe Kim fyrir leikana. Það var ekki að ástæðulausu. The road to the Olympic Winter Games wasn’t easy, but I’m lucky to have this support system behind me. I can’t wait to represent the U.S. with my family there to cheer me on! Follow me and @SamsungMobileUS on our journey to PyeongChang! pic.twitter.com/d6BjRfJit0 — Chloe Kim (@chloekimsnow) February 9, 2018 Meðal annars var sett saman þetta myndband hér að ofan þar sem umfjöllunnarefnið er samband hennar og föður hennar sem fórnaði öllu svo stelpan gæti upplifað draum sinn á snjóbrettinu.Chloe KimVísir/Getty Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira
Chloe Kim er ekki lengur bara efni í stórstjörnu því þessi sautján ára stelpa er þegar orðin ein af stærstu íþróttastjörnum heims eftir að hafa unnið Ólympíugullið í snjóbrettafimi í nótt. Henni hefur verið líkt við hinn magnaða Shaun White og það var aðeins aldurinn sem kom í veg fyrir að hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Nú er hún hinsvegar mætt og þegar búin að skrifa söguna sem yngsti gullverðlaunahafi kvenna á snjóbrettum. Chloe Kim er ekki aðeins skemmtilegur og afslappaður karakter heldur er hún einnig í sérflokki í sinni íþrótt og hún sýndi það heldur betur með yfirburðarsigri í hálfpípunni.Léttleikinn og gleðin er ávallt til staðar hjá þessari viðkunnalegu og glæsilegu íþróttakonu enda vinnur hún hug og hjörtu allra þar sem hún kemur. Vinsældir hennar tóku líka gríðarlegt stökk eftir sigur hennar í nótt. Það sést sem dæmi að hún tífaldaði fjölda fylgjenda sinn á Twitter á aðeins nokkrum klukktímum. Þeir fóru úr 15 þúsund í 150 þúsund en voru bara tíu þúsund fyrir leika. What does winning a gold medal mean? For @chloekimsnow her Twitter followers went up more than 10X in a couple hours (Less than 15,000 followers to more than 150,000). Started the Olympics with less than 10,000. pic.twitter.com/Z2jor8sT9O — Darren Rovell (@darrenrovell) February 13, 2018 Síðast þegar undirritaður athugaði Twitter reikning Chloe Kim þá voru fylgjendurnir orðnir 168 þúsund og fjölgar nú með hverri mínútunni sem líður. NBC er með sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikjunum í Bandaríkjunum og þar á bæ veðjuðu menn á Chloe Kim fyrir leikana. Það var ekki að ástæðulausu. The road to the Olympic Winter Games wasn’t easy, but I’m lucky to have this support system behind me. I can’t wait to represent the U.S. with my family there to cheer me on! Follow me and @SamsungMobileUS on our journey to PyeongChang! pic.twitter.com/d6BjRfJit0 — Chloe Kim (@chloekimsnow) February 9, 2018 Meðal annars var sett saman þetta myndband hér að ofan þar sem umfjöllunnarefnið er samband hennar og föður hennar sem fórnaði öllu svo stelpan gæti upplifað draum sinn á snjóbrettinu.Chloe KimVísir/Getty
Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira