Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 12:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti var með Hinrik prins sér á hægri hönd í veislu Margrétar Þórhildar og Hinriks til heiðurs íslensku forsetahjónanna í Kaupmannahöfn í janúar á síðasta ári. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hugur hans og Elizu Reid forsetafrúar sé hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins hafi fallið frá. Guðni segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í fyrstu opinberu heimsókn hans og Elizu til Danmerkur fyrir rúmu ári. Hinrik prins tók að fullu þátt í móttöku forsetahjónanna með Margréti Þórhildi drottningu. Hinrik heilsaði forsetahjónunum innilega á tröppum Amalienborgar og mætti einnig í veislu forsetans til heiðurs drottningu þótt hann hafi þá formlega látið af öllum skyldustörfum fyrir ári. Hugur forsetahjónanna hjá drottningu Guðni segir að Hinrik hafi verið góður gestgjafi líkt og drottningin. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni en það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur, talaði frönsku við Elizu og fínustu dönsku við mig og lék á als oddi.“ Útför Hinriks fer fram frá kirkju Kristjánsborgarhallar hinn 20. febrúar og er fastlega búist við að forsetahjónin sæki útförina þótt gefið hafi verið út að hún verði látlaus. Lík hans verður brennt og helmingi öskunnar dreift í dönskum vötnum og hinum helmingnum komið fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Góðar minningar Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Guðni forseti segir Hinrik hafa verið líflegan og haft gaman að því að tala um samtímastjórnmál og vín frá frönskum vínekrum. „Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hitti hann en um hann á ég góðar minningar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina hér að neðan. Forseti Íslands Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hugur hans og Elizu Reid forsetafrúar sé hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins hafi fallið frá. Guðni segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í fyrstu opinberu heimsókn hans og Elizu til Danmerkur fyrir rúmu ári. Hinrik prins tók að fullu þátt í móttöku forsetahjónanna með Margréti Þórhildi drottningu. Hinrik heilsaði forsetahjónunum innilega á tröppum Amalienborgar og mætti einnig í veislu forsetans til heiðurs drottningu þótt hann hafi þá formlega látið af öllum skyldustörfum fyrir ári. Hugur forsetahjónanna hjá drottningu Guðni segir að Hinrik hafi verið góður gestgjafi líkt og drottningin. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni en það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur, talaði frönsku við Elizu og fínustu dönsku við mig og lék á als oddi.“ Útför Hinriks fer fram frá kirkju Kristjánsborgarhallar hinn 20. febrúar og er fastlega búist við að forsetahjónin sæki útförina þótt gefið hafi verið út að hún verði látlaus. Lík hans verður brennt og helmingi öskunnar dreift í dönskum vötnum og hinum helmingnum komið fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Góðar minningar Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Guðni forseti segir Hinrik hafa verið líflegan og haft gaman að því að tala um samtímastjórnmál og vín frá frönskum vínekrum. „Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hitti hann en um hann á ég góðar minningar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina hér að neðan.
Forseti Íslands Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10