Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:15 Guðni forseti heilsar hér upp á Margréti Danadrottningu en við hlið hennar stendur Hinrik prins. Myndin var tekin í opinberri heimsókn forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid til Danmerkur. Vísir/Getty Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. Hinrik prins hitti fimm af sex forsetum Íslands, alla nema Svein Björnsson. Það vakti athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson og Elíza fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir ári að prinsinn tók þátt í móttöku þeirra. En hann hafði þá verið pensjónisti í eitt ár. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnist Hinriks með hlýju frá opinberri heimsókn hans og Elízu til Danmerkur í lok janúar í fyrra. Drottningin og Hinrik hafi verið góðir gestgjafar. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni. En það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur. Talaði frönsku við Elízu og fínustu dönsku við mig og lék á alsoddi,“ segir Guðni. Prinsinn hafi verið líflegur og haft gaman af því að ræða samtímastjórnmál og franska vínrækt. Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. En um hann á ég góðar minningar,“ segir Guðni. Urðu vinir eftir opinbera heimsóknVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hitti Margréti drottningu og Hinrik í fyrsta skipti þegar hún fór í fræga opinbera heimsókn til Danmerkur árið 1981. Þá varð til sá misskilningur að drottningin hafi boðið Vigdísi upp á kryddsíld, þegar þær áttu í samræðum við blaðamenn sem á dönskunni er kallað krydsild, stundum kallað cross fire á ensku. Út frá þessum misskilningi varð til áramótaþáttur Stöðvar 2, Kryddsíld. „Ég sat við hliðina á Hinriki prins náttúrlega, á milli þeirra hjóna. Þá kom það á daginn að ég get bjargað mér á frönsku og upp frá því urðum við ágætir mátar. Eiginlega vinir Hinrik prins og ég, sagði Vigdís þegar hún rifjaði upp kynni sín af Hinriki og Margréti með fréttamanni í dag. Eftir þetta hittust þau Hinrik og Vigdís oft meðal annars í sameiginlegu kynningarátaki Norðurlandaþjóðanna „Skandinavian Today“ um allan heim. Vináttusamband þeirra lifði áfram eftir að Vigdís lét af embætti forseta Íslands. „Hann var svo vænn maður - skemmtilegur og ég er nú að hnjóta um að það er ekki til neitt almennilegt orð yfir sjarmerandi á Íslensku. Hann var heillandi, hafði persónutöfra. Svo var hann gamansamur og fyndinn. Þann kann ég alltaf best að meta og við urðum ágætis vinir,“ segir Vigdís sem segist síðast hafa hitt Hinrik fyrir um þremur árum. Danmörk Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans og Elízu sé hjá Margréti Þórhildi drottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins sé fallinn frá. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti þekkti prinsinn ágætlega og segir þau ávallt hafa náð vel saman. Hinrik prins hitti fimm af sex forsetum Íslands, alla nema Svein Björnsson. Það vakti athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson og Elíza fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir ári að prinsinn tók þátt í móttöku þeirra. En hann hafði þá verið pensjónisti í eitt ár. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnist Hinriks með hlýju frá opinberri heimsókn hans og Elízu til Danmerkur í lok janúar í fyrra. Drottningin og Hinrik hafi verið góðir gestgjafar. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni. En það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur. Talaði frönsku við Elízu og fínustu dönsku við mig og lék á alsoddi,“ segir Guðni. Prinsinn hafi verið líflegur og haft gaman af því að ræða samtímastjórnmál og franska vínrækt. Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. En um hann á ég góðar minningar,“ segir Guðni. Urðu vinir eftir opinbera heimsóknVigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hitti Margréti drottningu og Hinrik í fyrsta skipti þegar hún fór í fræga opinbera heimsókn til Danmerkur árið 1981. Þá varð til sá misskilningur að drottningin hafi boðið Vigdísi upp á kryddsíld, þegar þær áttu í samræðum við blaðamenn sem á dönskunni er kallað krydsild, stundum kallað cross fire á ensku. Út frá þessum misskilningi varð til áramótaþáttur Stöðvar 2, Kryddsíld. „Ég sat við hliðina á Hinriki prins náttúrlega, á milli þeirra hjóna. Þá kom það á daginn að ég get bjargað mér á frönsku og upp frá því urðum við ágætir mátar. Eiginlega vinir Hinrik prins og ég, sagði Vigdís þegar hún rifjaði upp kynni sín af Hinriki og Margréti með fréttamanni í dag. Eftir þetta hittust þau Hinrik og Vigdís oft meðal annars í sameiginlegu kynningarátaki Norðurlandaþjóðanna „Skandinavian Today“ um allan heim. Vináttusamband þeirra lifði áfram eftir að Vigdís lét af embætti forseta Íslands. „Hann var svo vænn maður - skemmtilegur og ég er nú að hnjóta um að það er ekki til neitt almennilegt orð yfir sjarmerandi á Íslensku. Hann var heillandi, hafði persónutöfra. Svo var hann gamansamur og fyndinn. Þann kann ég alltaf best að meta og við urðum ágætis vinir,“ segir Vigdís sem segist síðast hafa hitt Hinrik fyrir um þremur árum.
Danmörk Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38
Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér Margrét Þórhildur var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað. 14. febrúar 2018 15:44