Af kennurum, græðgi og vanrækslu Hjördís Albertsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 10:46 Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun